Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 ír. Stafar það af því, að áhöld eru ekki nægilega hrein, eða upplausnin í flöskunni er ekki nógu hrein. Til þess að koma í veg fyrir þetta, kemur til kasta allra þeirra, sem taka hendi til við flöskuna, að þeir gæti hins strangasta hreinlætis. Þessi tegund svarana kemur venjulega, þegar langt er komið niður í flöskuna eða verið er að ljúka við hana. I þessu sambandi má minnast á eina tegund reactiona, sem töluvert hefir verið talað um á seinni árum. Er það „febril nonhæmolytic reaction", sem aðallega ber á, eftir margendurteknar blóðgjafir. Það, sem veldur þessari reaction, eru mótefni í blóði sjúklingsins, sem valda kekkjamyndun á hvítum blóðkornum blóðgjafans (leu- coagglutinin). Sumir telja, að mótefni gegn hvítum blóðkomum, komi cftar fyrir hjá konum, en körlum og finnist jafnvel eftir eina til tvær blóðgjafir. Hafa því sumir blóðbankar reynt að fjarlægja hvítu blóðkornin úr blóði sem ætlað er til blóðgjafa. Þegar pyrogen reaction verður, getur hún byrjað með miklum skjálfta og kuldatilfinningu. Önnur einkenni: Kvíði, óróleiki, höfuðverkur, ógleði og uppköst. Bezt er að gefa morphin eða codein í æð, einnig antihistamin, ephedrin eða ardenalin. Ennfremur er gott að halda sjúk- lingi eins heitum og hægt er, með hitaflöskum eða hita- púðum, meðan kuldinn og skjálftinn eru. Þegar líkams- hitinn hefir hækkað, má svo reyna að halda honum niðri eða kæla sjúklinginn með sprittbökstrum eða öðrum ráðum. Sumir höfundar telja, að hitahækkanir í sambandi við hlóðgjafir séu mun fátíðari, ef blóðið er gefið hægt. 3. Circulatorisk reaction. Ofhleðsla á æðakerfi og hjarta. Mjög hættulegt getur verið að gefa blóðið hratt og á það einkum við um börn

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.