Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5 er talið, að bæta þurfi upp blóðtap, ef það fer upp í 500 rnl eða þar yfir, annað hvort meðan á aðgerð stendur eða stax eftir aðgerðina. í svæfingu getur verið mjög erfitt að þekkja eða taka eftir einkennum transfusions reactiona (og er þá einkum átt við hæmolytiskar transfusions reactionir). Þar sem greining og meðferð blóðtransfusions reactionar eða of mikils álags á hjarta og æðar er erfið í svæfingu, eru skurðstofur vissulega ekki réttur vettvangur til þess, að taka til meðferðar blóðleysi, af hvaða orsökum, sem það kann að vera, og er til staðar áður en aðgerð hefst. Prem- ur skal, eins og áður segir, reyna að kippa því í lag fyrir uðgerð og tryggja þar með, að sjúklingur sé í bezta ástandi, þegar hann leggst undir hnífinn. Hinsvegar er sjálfsagt að gefa blóð, meðan á aðgerð stendur, ef eitthvað blæðir að ráði, og þá sem svarar tlóðmissinum, til þess að halda sjúklingi í sem beztu jafn- vægi, því það er svo aftur trygging fyrir betri og skjót- sri bata eftir aðgerðina. Á hinn bóginn ber að gæta þess, að ef nauðsynlegt i'eynist að gefa blóð fyrir aðgerð, vegna of lágs hæmog- lobis eða vegna blæðinga, að gefa ekki of mikið og þar með yfirhlaða blóðkerfið, því það, ekki síður en of lítið blóðmagn, getur orðið lífshættulegt fyrir sjúklinginn. Öhöpp og eftirköst. Sérhver blóðflutningur hefir alltaf vissa hættu í för með sér, hversu varlega, sem farið er. Ber mönnum tví- mælalaust að vanda alla meðhöndlun blóðsins, frá því það er tekið unz það er gefið, og svo í öðru lagi, að vanda svo sem mögulegt er flokkanir allar og próf, sem gera þarf. Sjálfsagt er að gera prófin oftar og vera viss, held- ur en gera þau máske aðeins einu sinni og það í fljót- fæmi, því slíkt getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Því

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.