Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 30
24 LJÓSMÆÐRABLAEtlÐ sjálfri. Einnig var mælt með að fækka en um leið stækka umdæmin út um sveitir landsins, þar sem það þætti við eiga að gera eitt úr tveim eða fleiri umdæmum. Óánægja kom fram um að sveitaljósmæður fengju ekki inngöngu í B.S.R.B. Freyja Antonsdóttir bar fram eftirfarandi til- lögu: Fundur haldinn í Ljósmæðrafélagi fslands 22. sept 1962, felur stjórninni að hlutast til um að Tryggingarstofnun- un ríkisins að ljósmæður fái greiðslu fyrir veitta fæðing- arhjálp hverju sinni beint frá Tryggingarstofnun ríkisins. Var tillagan samþykkt. Ekkert fleira kom fram á fundinum. Fundarstjóri þakk- aði fundarkonum komuna og sleit fundi. Freyja Antonsdóttir. Helga Daníelsdóttir. Alþjóða ljósmæðraþing kemur saman í Madrid dagana 29. júní—6. júlí 1963. Aðalmál þingsins verður: Starf ljósmæðranna í heiminum í dag. Helztu tungumál þingsins, verða enska, franska og spænska. Þær sem áhuga hafa á frekari upplýsingum um fyrirkomulag þingsins snúi sér til formanns félags- ins.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.