Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 26
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ norsku og finnsku að draga um þau. Þetta olli almennri gleði. Svo var seinasta atriðið, veizlan í Klubben. Matseðill- inn var teiknaður storkur, og voru nöfn réttanna prentuð á bleyju, sem hann liafði í nefinu. Það minnti á aðstöðu okkar, og setti gleðisvip á ljósmæður og aðra boðsgesti, því yfirleitt er sérstakur ljómi yfir ljósmæðrastarfinu. Það voru margar ræður og mikið sungið undir borðum. Skemmtiatriði voru seinna um kvöldið: þjóðkvæði, upp- lestur, söngur, þjóðdansar og fleira. Þar með lauk Norðurlandamótinu í Kristiansand. Miðvikudaginn þ. 27. júní var stjórnarfundur Ljós- mæðrafélags Norðurlanda. Stjórnin bað mig að sitja þann fund. Það var almenn ósk stjórnarfundarins, að næsta mót, sem á að halda 1966, yrði á íslandi, og var ég beðin um að koma þeirri ósk á framfæri. Magnea Guðnadóttir. FUNDARGJÖRÐ Aðalfundur Ljósmæðrafélags Islands var haldinn í Hábæ í Reykjavík, laugardaginn 22. sept. 1962. Fundar- konur voru 28. 1. Fundinn setti formaður félagsins Valgerður Guð- mundsdóttir. Minntist hún frk. Jóhönnu Friðriksdóttur, og bað fundarkonur að rísa úr sætum og votta hinni látnu virðingu og þökk félagsins. Formaður tilnefndi Jóhönnu Þorsteinsdóttur, sem fundarstjóra. 2. Ritari félagsins gat ekki mætt fyrr en síðar á fund-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.