Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 20
14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Einkenni bacteriell reactionar geta komið meðan fyrstu 50 ml eru að renna inn og eru þau: snögg hitahækkun, kuldahrollur, magnleysi, æðalömum og lágur blóðþrýstingur, (sem oft er ekki hægt að fá upp aftur), hraður hjartsláttur, uppköst, niðurgang- ur og blóð með saur. Ennfremur brunatilkenning eftir æð- inni, sem notuð er. Sjúklingur deyr svo eftir nokkra klukkutíma. Staðfesting fæst með ræktun. Ef þetta er vægt, (blóð ekki mjög mengað), getur það líkzt hitaaukaverkun (pyrogen reaction). Meðferö: Stöðva blóðgjöf. Noradrenalin til þess að fá blóðþreýstinginn upp. Blóð eða plasma til að reyna að koma sjúklingi úr lostinu og mjög stóra skammta af anti- biotica. Ef blóð er mjög mengað, er lítil von til að bjarga sjúk- lingnum. C. Ofnæmis-áhrif (allergisk reactin) geta stafað af því, að sjúklingur þolir ekki ýms eggja- hvítuefni, sem komin eru frá fæðunni í blóðgjafa eða mót- efni (reagin) frá blóðgjafa verka gegn mótefnavaka sjúk- lings og fær hann þá ofnæmiseinkenni, t.d. ofsakláða, út- brot, asthma. Til að fyrirbyggja þetta, er stundum gefið antihistam- in-lyf, áður en blóðgjöf hefst, t.d. Benadryl og skyld lyf. Sumir gefa Prednisolon í æð með góðum árangri. Þegar þessar reactionir koma, skal stöðva blóðrennslið og gefa adrenalin eða ephedrin. Einnig er hægt að draga ur eða komast hjá þeim, með því að gefa blóðkom (packed cells) eða þvegin blóðkorn. 7. Anaphylactisk reaction er sjaldgæft, en kemur skyndilega og líkist losti. Getur valdið dauða sjúklings, en er vanalega ekki lífshættuleg. Ráðlegt er í slíkum tilfellum að gefa adrenalin.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.