Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 16
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ennfremur er tekið sýnishorn af því blóði, sem hann fékk, það flokkað á ný og síðan endurkrossprófað. Blóð er tekið úr sjúklingi og athugað með tilliti til frís hæmo- globins (hæmoglobinæmia) og methæmalbumins (met- hæmalbuminæmia) og að lokum er tekið þvag frá sjúk- .lingi til athugunar fyrir hæmoglobini. MeSferö er í stuttu máli þessi: Hætta skal strax að gefa blóðið og sjúklingi gefið nor-adrenalin, ef um lágan blóðþrýst- ing er að ræða og ef hann þarf áframhaldandi blóðgjöf vegna blóðmissis, þá að gefa blóð sem hann örugglega þolir. Reyna skal að halda köfnunarefnissamböndum blóðsins eins mikið niðri og hægt er, koma í veg fyrir kalium-eitrun og forðast að láta sjúklinginn fá of mikið natrium og vatn. Mataræði: Aðallega kolhydröt og sem minnst af eggjahvítuefnum. Reyna að haga salt- og vatnsgjöf eftir því, í hvaða ástandi sjúklingurinn er. Þeg- ar nýrun eru tekin vel til starfa, skal fylgjast vel með þvagútskilnaði og haga vökva- og saltgjöf eftir því. Ennþá róttækari aðgerðir, svo sem að losa blóðið við úrgangsefni með dialysis — gerfinýra — eða með blóð- skiptum, er oftast ónauðsynlegt, nema þá í þeim tilfellum, þar sem meðferð hefir ekki hafizt fyrr en nokkrum dög- um eftir byrjun anuria. Offenkranz, Blaustein og Babcock toldu sig geta sýnt fram á, að minni hætta væri á hæm- olytiskum reactionum, ef gefið væri Prednisolon, 50—100 mg í æð eða í flöskuna, en aðrir hafa afsannað þetta, en segja að pyrogen reactionir komi síður, ef lyfið er gefið. 2. Pyrogen reaction. Hitahækkun. Sagt er að hitahækkun (pyrogen reaction) komi í allt að 5—15% af öllum transfusionum. Venjulega er orsökin eggjahvítuefni = dauðir sýklar eða sýklaleyf-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.