Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Side 5
+
Jóhannes Kjartansson, verkfræðingur.
Sú fregn kom sem þruma úr heiðskýru lofli i vet-
ur, að Jóhannes Iíjartansson lægi fyrir dauðanum;
það virtist næstum ótrúlegt að þessi sterki og hrausti
maður ætti að verða herfang
dauðans. Hann hafði að vísu ver-
ið dálitið lasinn skömmu fyrir
jól, en hvern gat grunað, að það
væri fyrirboði dauðans. Honum
hatnaði líka þessi lasleiki, en
hann hefir kanske ekki farið eins
varlega með sig sem skvldi, því
að liann veiktist á ný, mjög al-
varlega, og Ijest eftir stutta legu,
aðfaranótt 25. janúar.
Jóhannes var fæddur að
Hvammi í Dölum 8. desember
1900. Foreldrar hans voru sjera
Kjartan prófastur Helgason,
Magnússonar alþm. í Syðra-Lang-
holti, og frú Sigiáður Jóhannes-
dóttir, systir Jóhannesar bæjar-
fógeta í Rcykjavik og þeirra syst-
kina. Seinna fluttist liann með
foreldum sínum að Hruna i Ár-
nessýslu og ólst þar upp.
Jóhannes heitinn var flestum
þeim mannkostum búinn, sem
prýða mega einn mann. Hann var vel gáfaður og
skýr. pað var lians mesta yndi, að brjóta heilann
yfir allskonar uppfundningum, og kom hann oft
með mjög frumlegar lausnir á slíkum verkefnum.
Hann var mjög söngelskur og lians bestu skemti-
stundir voru, þegar hann var að skemta sjer með
vinum sínum við söng og hljóðfæraslátt. Hann var
líka einn áliugasamasti meðlimurinn í stúdentasöng-
fjelaginu í prándheimi, þau árin, sem hann var þar,
og var sæmdur riddaraorðu fjelagsins áður en hann
fór; er það heiður sem fáum hlotnast á svo stuttum
tíma. Margt var það í fari Jóliannesar, sem mun
gera hann óglevmanlegan þeim sem kyntust lionum,
en þó mun hið einstaka drenglyndi
hans halda minningu hans lengst
á lofti. Alt vildi liann fyrir kunn-
ingja sína gera, sem í lians valdi
stóð. Svo ósjerplæginn var liann,
að það var næstum ótrúlegt,
aldrei önugur og kunni ekki að
reiðast. pað sýnir kanske best,
hvað luinn var hreinn i lund, að
hann gat ekki fengið sig til að
segja ósatt, jafnvel þótt í gamni
væri, já, það nálgaðist næstum
fullkomnun, hve hann var „góð-
ur drengur1'.
Jóliannes byrjaði skólagöngu
sina við Flensborgarskólann
haustið 1917, tók síðan gagn-
fræðapróf 1919. Stúdentsprófi
lauk liann, úr stærðfræðisdeild
Mentaskólans, með fyrstu eink-
unn vorið 1922, og sigldi siðan
um liaustið til Noregs, til
þess að stunda verkfræðinám
við liáskólann i prándheimi.
Hann nam byggingarverkfræði og tók burtfararpróf
vorið 1926, með fyrstu einkunn. í aðalverkefni til
prófs valdi hann sjer orkuver. ]?egar heim kom f jekk
liann enga atvinnu, sem verkfræðingur, og tók þvi
að sjer kenslu við Mentaskólann og Iðnskólann og
gengdi því starfi i hálfan annan vetur, þar til hann dó.
pannig sá forsjónin fyrir þvi, að þessi ungi og efni-
legi verkfræðingur fjekk ekki tækifæri til þess að
reyna að nota þá þekkingu, sem hann hafði aflað
sjer. Á. D.