Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Side 6
2
TÍMARIT V. F. I. 1928
Karl Thalbitzer, verkfræðingur.
Hann andaðist a‘ð heimili
sínu við Slagelse, hinn 5. febr.
þ.á., tæplega fimtugur að aldri,
eftir stutta legu í lungnabólgu.
K. Th. útskrifaðist af fjöl-
virkjaskólanum i Khöfn í árs-
byrjun 1902, og hyrjaði verk-
fræðingastörf hjá Heiðafjelag-
inu 1904. Var í þjónustu þess
alla ævi síðan, og nú yfirverk-
fræðingur í jarðræktardeild
fjelagsins.
Hjer á landi vann Thalbitzer
árið 1906 að mælingum áveitu-
svæðanna á Skeiðum og Flóa
og gerði síðan frumdrætti að
þeim áveitum háðum. Báðar
þessar áveitur hafa siðan verið
framkvæmdar, með nokkrum
hreytingum frá frumdráttum
hans, og er Flóaáveitan með
stærstu mannvirkjum, sem
framkvæmd liafa verið lijer á
landi, og langslræsta landhún-
aðarmannvirkið. I annað sinn
kom Th. hingað litlu síðar, og
gerði þá nokkrar viðbótarmæl-
ingar, og loks var liann einn
meðal hinna 30 dönsku verk-
fræðinga, sem hingað komu í
kynnisför síðasta sumar.
K. Th. var óvenjulega prúð-
ur og aðlaðandi i allri fram-
göngu, og ágætum mannkost-
um búinn. Gat hann sjer mikl-
ar vinsældir lijer, sem heima i
Danmörku, allra þeirra, er
kyntust honum, og er mikil eft-
irsjá að fráfalli slíks manns á
besta starfsaldri. J. Þ.
Gerilsneyðing mjólkur með rafmagni.
Það er alkunnugt, að mjólkin er ákaflega mikils-
verð fæða, ekki síst börnum; sjest það best af öll-
um þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið víðs-
vegar, til þess að halda mjólk óskemdri, að svo er.
Fyrir nokkurum árum var byrjað á tilraunum til
þess að drepa gerlana i mjólkinni með rafmagni.
Voru þær gerðar i Liverpool, en fvrst komið í fram-
kvæmd við mjólkusölu í Ameriku.
Tilraunirnar sýndu, að ekki þurfti að leiða raf-
magn i mjólkina nema örskamma stund, — brol
úr mínútu, — og við það drápust gerlarnir. Það
var ekki aðeins upphitunin vegna rafstraumsins,
sem þessu olli, lieldur miklu fremur áhrif raf-
magnsins á gerlana. Það kom í Ijós, að mjólkin
losnaði alveg við berkla og taugaveikisgerla, án
þess að breytast svo að fundið yrði, hvort heldur
að útliti eða bragði, og án þess að liún liitnaði veru-
lega fram úr Pasteurs-hitun.
Þegar farið var að nota þetta í Bandaríkjunum,
var aðferðin bætt að ýmsu leyti og varð hún við
það einfaldari og auðveldari til eftirlits. Eru marg-
ir mjólkursalar farnir að nota þessa aðferð þar
vestra.
Við athuganir, er gerðar voru i stofnun nálægt
Boston, aðallega í nóvember—júní í fyrravelur, var
mjólkin á hragð eins og flóuð, rjóminn varð jafn-
mikill og jafnauðvelt að skilja hann frá, eins og
ekkert hefði verið við mjólkina átt. Hún geymdist
óskemd mjög lengi.
Aðalkosturinn er þó gerilsneyðingin. Um vetur-
inn hafði mjólkin tæp 200 þús. gerla í rúmeiningu,
áður en hún var gerilsneydd. Með rafmagni læklc-
aði þessi tala um 90%. Um sumarið liafði mjólkin
500—600 þús. gerla, og lækkunin varð 97—98,5%,
sem telja má viðunandi árangur.
(Úr Ljus och Kraft, Göteborg).