Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Side 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 133 LEGVATNIÐ OG LEGVATNSRANNSÓKNIR Seinni hluti ritgerðar eftir Birnu Gerði Jónsdóttur Ijósmóður/hjúkrunarfræðing Ritgerð unnin í LMSÍ LEGVATNSRANNSÓKNIR Legástunga Almennt Legástunga til sjúkdómsgreiningar var fyrst gerð 1930 svo kunnugt sé. Hér á landi hófust legástungur til greiningar á fósturgöllum árið 1973. Þar til 1978 voru sýnin send til Danmerkur til greiningar en síðan hafa allar litningarannsóknir verið framkvæmdar hér heima. I fyrstu var ástungan svo til eingöngu notuð til mats á Rhesus mótefnamyndun. Mikil framför hefur orðið á þessu sviði og í dag er hægt að greina alla þekkta litningagalla og yfir 45 meðfædda efnaskiptasjúkdóma. Abendingar 1) Til greiningar. 2) Til lækningar, sjaldgæft. A 2. trimestri (við 14.16. v.) meðgöngunnar er meirihluti leg- ástungna gerður til litningarannsókna hjá konum sem hafa náð ákveðnum aldri þar sem líkur á öllum litningagöllum aukast með hækkuðum aldri móður. Mæling á Alfa-fetopróteini (AFP) er önnur algengasta ástæða legástungu við leit að göllum í miðtaugakerfi. Rannsókn á legvatni við meðhöndlun Rhesussjúkdóma er sjald- an nauðsynleg fyrr en eftir 22. v. A 3. trimestri (þá eftir 34. v.) eru flestar legástungur gerðar til mats á lungnaþroska s. s. L/S hlutfall. Nánar verður fjallað um þessar rannsóknir síðar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.