Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 6
134 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Nál Kviöveggur Fylgja Þvagblaöra móöur Höfuð fósturs Aðferð Upplýsingar eru veittar til foreldra um framkvæmdina og mögulegar áhættur samfara rannsókninni. Helst skal hafa blóðflokkun bæði móður og föður áður en ástungan er gerð. Rh-neikvæðum konum er gefið Rh-immuno- globulin til þess að minnka hættu á mótefnamyndun. Hlustað er eftir hjartslætti og konan er tengd við monitor fyrir og eftir ástunguna. Sérlega á þetta við ef ástungan er gerð seint á meðgöngu. Þvagblaðran er tæmd ef konan er gengin lengra en 20 vikur. Sumir vilja að þvagblaðran sé full ef konan er gengin skemur en 15 vikur til þess að „lyfta” leginu upp úr grindinni. Með sonar er fylgjan staðsett til þess að koma i veg fyrir að stungið sé í hana og valda þannig blóðblöndun móður og fósturs. Sónarinn er einnig notaður til að finna besta stungustaðinn, hve djúpt og með hvaða halla nálinni, er stungið. Með notkun sónarins er hættu á að valda skaða haldið í lágmarki. Stungið er strax eftir sónarskoðunina án þess að hreyfa kon- una. Reglur um sótthreinsun og smitgát eru viðhafðar til að minnka hættu á sýkingu. Kviðveggur konunnar er sótthreinsaður og húðin staðdeyfð. Stór nál virðist valda meiri skaða en lítil. Oddhvöss nál minnkar

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.