Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 135 Mynd 25. Legástunga gerð subrapubis seint á meðgöngu. hættu á að bera frumur ur vefjum móðurinnar inn í legvatnið. Lengd nálar fer eftir þykkt kviðveggjarins, stærð legsins og hvar stungið er. Stungið er varlega í amnionholið og dregið upp allt að 30 ml (mynd 27). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir legvatnsmagninu. Við 15 vikna eðlilega meðgöngu er um 150 ml legvatn. Hægt er að draga upp 10-15% af því án þess að skaða fóstrið. Ástunga snemma á 2. trimestri er gerð um kviðvegginn. er frumnestispokinn milli amnion og chorion eyddur. Chorion hefur runnið saman við decidua og legið er stækkað °ógu mikið til þess að hægt sé að finna fyrir þvi með þreifingu fyrir ofan symfysu. Yfirleitt er legástunga til litningarannsóknar 8erð á 15.-18. viku.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.