Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 16
144
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
dipalmitocyl-lecithin og 10% phosphatidylglycerol. Eitt til viðbót-
ar er sphingomyelin.
Lecithin lungnanna er öðruvísi en lechitin annars staðar í líkam-
anum, t. d. lifur, þar sem báðar fitusýrukeðjurnar eru á mettuðu
formi. Rannsóknir á lechitini sýna að lechitin lungnanna hefur
meiri yfirborðsvirkni en lechitin með styttri eða lengri fitusýru-
keðjur og þar sem önnur eða báðar eru ómettaðar.
Lamellar bodies, þar sem geymslan fer fram, frá teg. II hafa
fundist í botnfalli legvatnssýna og innihalda svipaða samsetningu
fosfórlípíða og er í surfactant lungnanna. Tvö fosfórlípíð í leg-
vatni hafa fundist frá 18. v.: sphingomyelin og lechitin. Styrkur
þeirra er svipaður fram til 34. v. Styrkur sphingomyelins helst
áfram lágur og lítið breytilegur út meðgönguna en skyndileg
aukning er á styrk lechitins við 35. viku (mynd 31). Nánar verður
fjallað um hlutfall þessara fosfórlípíða síðar.
Hér fara á eftir nokkrar aðferðir til mats á lungnaþroska:
• Yfirborðsspennu legvatnsins er hægt að mæla beint. Hefur
það sýnt sig að vera góður mælikvarði á RDS, sérlega ásamt
með öðrum rannsóknum s. s. L/S hlutfalli.
• Skautun flúrgeisla er tengt seigju legvatnslípíða en seigja og
yfirborðsspenna eru nátengd. Breytingar á skautun flúrgeisla
endurspegla breytingu á yfirborðsspennu.
• Hristipróf. 5 legvatnssýni mismunandi þynnt eru blönduð
jafnmiklu magni af 95% ethanoli til að útiloka önnur yfir-
borðsvirk efni. Sýnin eru hrist í 15 sek. og látin standa í 15
min. Þau eru síðan skoðuð m. t. t. loftbóla. Séu engar loft-
bólur til staðar er niðurstaðan neikvæð. Aðrar niðurstöður
eru mismunandi mikið jákvæðar eftir því hve mörg sýni inni-
halda loftbólur.
• Við nánari rannsókn á þessum loftbólum er hægt að sjá nánar
hvort þær innihalda surfactant sérstaklega i falskt jákvæðu
hristprófi.
a) Lechitin/sphingomyelin hlutfall.
Þetta er algegnasta rannsóknin til mats á lungnaþroska, þar
sem flestallir eru sammála um að sé hlutfall L/S meira en 2:1 er
ólíklegt að RDS komi upp. Nýlegar tölur um gildi þessara rann-
sókna sýndu eftirfarandi: