Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
145
1,5% barna með L/S hlutfall yfir 2 fengu RDS.
35% barna með L/S hlutfall á milli 1,5 og 2 fengu RDS.
78% barna með L/S hlutfall fyrir neðan 1,5 fengu RDS.
í þessum tilfellum var L/S mælt 72 klst. fyrir fæðingu.
b) Heildarstyrkur fosfórlípíða í legvatninu.
Hann eykst eftir því sem líður á meðgönguna. Mæling á honum
samsvarar vel L/S hlutfallinu. Rannsókn frá ’75 sýndi að engin
tilfelli RDS komu upp þar sem styrkur fosfórlípíða var undir 2,8
mg/100 ml. Ef hann var undir 1,5/ mg/100 ml fengu öll börnin
RDS. Mæling á L/S hlutfalli reynist þó nákvæmari.
c) Styrkur Lechitins.
Mæling lechitins sem mat á lungnaþroska tekur lengri tíma en
L/S hlutfallið og niðurstöður eru breytilegar eftir legvatnsmagn-
inu.
d) Styrkur Palmitinsýru.
Hann eykst í legvatninu eftir þvi sem liður á meðgönguna en
styrkur sterínsýru minnkar Palmitínsýra er talin aðskilja fitusýrur
frá fosfórlípíðum. Hlutfall palmitínsýru og sterínsýru P/S er
hægt að nota til mats á lungnaþroska.
Þau skortir eða eru mjög lág þegar L/S hlutfall er undir 1.0.
Hér fara á eftir nokkur óbein próf til mats á lungnaþroska:
• Styrkur kreatínins í legvatninu til mats á þroska nýrna og
vöðvamyndunar fóstursins. Þetta samsvarar L/S hlutfalli
41%.
• Fetography og sónar. Röntgen af epifysum í distal hluta
femoris fóstursins gefur til kynna þroska fóstursins. Þetta
samsvarar L/S hlutfalli 60-63%. Mæling á biparietal diamet-
er með sónar sýnir ekki rétt samband á milli þroska fóstursins
og L/S hlutfalli.
• Hlutfall norephinephrine/epinephrine.
• Styrkur cortisóls i legvatninu.
• Virkni thromboplastíns.
• Fósturfita. Þegar fósturfita hefur sést í legvatninu hefur L/S
hlutfall alltaf verið lágt.
• Fitufrumur.