Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 18
146 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Auk meðgöngulengdar eru önnur atriði sem hafa áhrif á RDS.: a) Móðir með sykursýki. Börn þessara mæðra eru líklegri til að fá RDS en mæling á L/S hlutfalli og önnur surfactantpróf eru ekki eins áreiðanleg. b) Preeclampsia. Nýlegar rannsóknir (’79) sýna að aukin lungna- þroski sést í tilfellum með króníska hypertensio á meðgöngu. Þetta sést ekki í vægum preeclampsiu tilfellum. c) Blæðing fyrir fæðingu. d) Seinni tvíburi. Aukin tilfelli RDS hjá seinni tvíbura er trúlega vegna meiri hættu þeirra til að verða fyrir súrefnisskorti í fæðingu. e) Elektivur keisaraskurður. Börn tekin með elektívum keisara- skurði eru líklegri til að fá RDS heldur en börn fædd eðlilega eða með keisaraskurði eftir að fæðing hefur verið reynd. Nýlegar rannsóknir sýna að líklega verður losun á surfactant í lungum fóstursins í fæðingu út í öndunarvegina vegna örvunar frá hríðum eða stressi. RDS er líklegri að komi ef barnið verður fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Drengir eru 3 sinnum líklegri til að fá RDS en stúlkur. Þetta er einnig tengt kynþætti og erfðum. Nokkrar rannsóknir hafa ennfremur sýnt að börn fædd eftir að vai n fer fyrir tímann fá sjaldnar RDS. 4) Kyngreining fósturs Hægt er að kyngreina með frumurannsókn við 15.-18. viku. Mæling á testosteroni og FSH í legvatni er ekki eins áreiðanlegt til kyngreiningar. Þetta getur verið mikilvægt við leit að sjúkdómum sem erfast með víkjandi X litning. Sjúkdómar þessir koma því eingöngu fram hjá drengjum. Niðurstaða getur gefið tilefni til fóstureyðing- ar ef um sveinbarn er að ræða. Dæmi um þetta eru vöðvarýrn- unarsjúkdómurinn Duchenne og hemophilia. 5) Aðrir erfðagallar Marga mismunandi erfðagalla hefur verið hægt að greina með legvatnsrannsókn. U. þ. b. 75 erfðagallar bundir víkjandi X litn- ing eða autosom litning eru nú þekktir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.