Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Side 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
161
Námsferð Ljósmæðranema
til Hollands I júní 1986
I júní síðastliðinn var farið í námsferð á vegum Ljósmæðra-
skóla íslands með nýútskrifaðar ljósmæður til Hollands. Reynir
T. Geirsson læknir og sérfræðingur á'Kvennadeild Landspitalans
hafði veg og vanda að því að skipuleggja þá ferð, og færum við
honum þakkir okkar fyrir það. Farið var í heimsókn til Erasmus
Hospítal í Rotterdam, þar tóku á móti okkur prófessor H. S.
Vallenburg og Mrs. A. Lems ljósmóðir, formaður hollenska ljós-
mæðrafélagsins, sem bæði héldu fyrir okkur fyrirlestra, en Mrs.
A. Lems starfar eingöngu við fæðingarhjálp í heimahúsum.
Síðan heimsóttum við State University Hospital í Groningen.
Þar tók á móti okkur G. Visser sem er fæðingarlæknir en hann sá
um skipulagningu á dagskrá fyrir okkur þar ásamt Mariel van
Diem ljósmóður og Aukje de Vres ljósmóður, sem bæði var í
formi fyrirlestra og kynningu á fæðingar- og sængurkvennadeild
sjúkrahússins.
Einnig gafst fjórum hinna nýútskrifaðra ljósmæðra tækifæri á
að fara með ljósmæðrum í heimahús í vitjanir. Guðrún J. Bald-
vinsdóttir ljósmóðir skrifaði siðan grein um störf ljósmæðra í
Hollandi fyrir Ljósmæðrablaðið sem fylgir hér með.
Ljósmæður í Hollandi
Greinargerð um starf og réttindi hollenskra Ijósmœðra
í Hollandi tilheyra fjórar stéttir svokallaðri læknastétt þ. e.
læknar, tannlæknar, lyfjafræðingar og ljósmæður. Þessar stéttir
sverja allar Hippokratesar-eið og hafa leyfi til að starfa sjálf-
stætt. Á hollensku er nafn ljósmæðra vroedvrouw sem þýðir vitur
kona. Ljósmæðrafélag er starfrækt þar.
Ljósmæðranám tekur þrjú ár og þurfa umsækjendur að hafa
tekið próf sem er samsvarandi stúdentsprófi. Námið skiptist
þannig að þriðjungur er bóklegt nám en tveir þriðju hlutar verk-
legt. Til að ljúka námi þarf neminn að taka á móti 40 börnum.