Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 34
162 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 85% starfandi ljósmæðra í Hollandi eru með eigin stofu (sjálf- stæðan rekstur). Það er fastákveðin fjöldi stofa skrásettar og þessar stofur eru reknar mann fram af manni. Ef ljósmóðir hefur 165 konur í meðgöngu og fæðingu á árinu telst hún hafa eðlilegar tekjur og eðlilegan vinnutíma miðað við 40 stunda vinnuviku og laun hjúkrunarfólks þar. Á ljósmæðrastofum er annast um mærðavernd en hinsvegar er farið heim til kvenna til að taka á móti börnum. Ljósmóðir heimsækir konuna svo einu sinni á dag fyrstu fimm dagana eftir fæðingu og annan hvern dag eftir það fram á tíunda dag. Þegar ljósmóðir fer í heimahús hefur hún enga ákveðna fæðingarstofnun sem hún leitar til. Hún getur haft sam- band við næsta sjúkrahús/fæðingardeild ef einhverjir erfiðleikar koma uppá og flutt konuna þangað. Þegar þangað kemur metur vakthafandi sérfræðingur hvort ljósmóðirin heldur áfram i fæðingu eða hvort grípa þurfi inní. Ef konan kýs að fæða á sjúkrahúsi fer ljósmóðir hennar með henni á viðkomandi stofnun og tekur á móti barninu þar. Þegar um áhættufæðingu er að ræða eins og sitjandi fæðingu eða tvíbura, ákveður sérfræðingur á viðkomandi stofnun hvort hann eða ljósmóðirin tekur á móti barninu/börnunum. Þó ljósmæður í Hollandi megi starfa sjálfstætt hafa þær ekki leyfi til að gefa nema ákveðin lyf án samráðs við lækna. Þau lyf sem þær mega gefa eru Metergin, Syntocinon, Utopar og Lidocain. Öll önnur lyf (verkjalyf) verða þær að fá lækni til að skrifa uppá. Starf ljósmæðra í Hollandi er að fylgjast með eðlilegri með- göngu og fæðingu. Ljósmóðir sér um allar rannsóknir svo sem blóðþrýsting, þvag- og blóðprufur, þyngd og þyngdaraukningu, auk ytri og innri þreyfingar sé þess þörf. í fæðingu má hún gera spangarskurð og sauma rifur í staðdeyf- ingu. Eftir fæðingu má hún gefa samdráttarlyf auk mótefna. Hún tekur blóðprufur úr barninu og skoðar konuna sex vikum eftir fæðingu. Ljósmóðir ráðleggur með getnaðarvarnir og skrifar uppá pillu, setur lykkju. í meðgöngunni athugar ljósmóðir blóðflokk, Rh-faktora, syphylis og ákveður legvatnsástungu sé þess þörf. Það er á hennar ábyrgð og hennar einnar að finna hvort

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.