Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Side 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Side 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 165 ásamt nema með konunni á meðgöngu. Margar konur sem fæða á almennu sjúkrahúsi fara heim strax á fyrsta degi. Þetta er m. a. vegna þess að sú upphæð sem sjúkrasamlagið úthlutar nægir aðeins fyrir þessum tíma, annað verða konurnar að borga sjálfar. Ef borið er saman vinna, ábyrgð og ánægja í starfi hjá ljós- móður með stofu og annarri sem vinnur á fæðingarstofnun er munur á, þó báðar hafi sömu menntun. Ljósmóðir með sjálfstœðan rekstur: — starfar sjálfstætt — vinnur með læknum og sérfæðingum — hefur beint samband við konuna — rekur stofu með eigin tækjum — hefur allan framgang í sínum höndum — hefur alla skráningu í sínum höndum (og pappírsvinnu) — er háð fjölda fæðinga um tekjur, er alltaf á vaktinni. Ljósmóðir sem starfar á fœðingarstofnun: — starfar sjálfstætt — er ráðin við stofnun — er hluti starfshóps — deilir ábyrgð með öðrum starfshópum undir stjórn sérfræðings — ákveðin laun, vaktavinna. Eins og margir hafa bent á er viðhorf til sársauka mismunandi eftir heimsálfum og jafnvel innan þeirra. Það sama má segja um viðhorf til fæðinga og þeim sársauka sem fylgir þeim. Þegar deyfilyf voru fyrst notuð var það við fæðingu hjá Viktoríu Breta- drottningu. Almúgakonur voru ekki deyfðar fyrr en seinna. Viðhorf hollenskra kvenna er, að það að ala barn sé eðlilegt, líf- fræðilegt ferli, sem votti frekar heilbrigði konunnar en annað, að það sé erfitt en gangi yfir. Víða eru konur það mikið deyfðar eða jafnvel svæfðar þannig að þær upplifa ekki fæðinguna. Vissulega er konum líffræðilega skipt þannig að engin fæðing er eins en svo virðist sem konur í Hollandi hafi mjög jákvætt viðhorf til fæðingarinnar. Þegar konan fæðir í heimahúsi eru yfirleitt ekki notuð önnur deyfilyf en Lidocain, ef það er þá notað. Konunni er

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.