Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 38
166 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ kennd öndun og slökun sem hún notfærir sér á meðan á fæðingu stendur. Hún er mikið á ferðinni, fer jafnvel i heit böð auk þess sem ljósmóðirin sem hún þekkir orðið, talar til hennar og hjálpar henni á annan hátt í gegnum fæðinguna. Það er mjög sjaldgæft að belgir séu sprengdir fyrr en kollurinn er farin að sjást vel. Margar ljósmæður láta konuna anda sig í gegnum hríðarverkina, þ. e. þær rembast ekki heldur mása sig i gegnum fæðinguna, þetta veldur því að konur rifna e. t. v. minna. Fyrir konuna eru kostir við fæðingu í heimahúsi: Hún er í kunnugu umhverfi. Hún er með ljósmóðir sem hún þekkir. Maki og fjölskylda geta tekið þátt í fæðingunni. Konan ræður eigin mat og drykk. Engar kröfur eða kerfisreglur eins og á sjúkrahúsi. Rök ljósmóðurinn eru að eðlilegt lífeðlisfræðilegt ferli eigi að eiga sér stað heima en ekki á stofnun fyrir veikt fólk. Móðirin hafi meiri mótefni gegn bakteríuflórunni heima hjá sér en spítalaflóru. Faðirinn getur veitt meiri stuðning heima en í ókunnu umhverfi og getur því reynt meiri hjálp fyrir ljósmóðurina. Móðir og barn geta verið saman frá fyrstu stundu og eins lengi og þau vilja og þegar þau vilja. Þessi rök færa hollenskar ljósmæður fyrir því að æskilegt væri að að konur í Hollandi ælu börn sín heima hjá sér. Af öllum þessum ástæðum hefur þeirra hlutur ekki verið skertur þegar fæðingar eru annars vegar en hlutur almennra lækna hefur færst inn á sjúkrahús í hendur sérfræðinga i fæðingarhjálp.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.