Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 40
168 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ LÖG KYNFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS Nafn, heimili, markmið: 1. gr. Félagið heitir Kynfræðafélag íslands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Markmið félagsins er að efla fræðigreinina kynfræði (sexologi) á íslandi og stuðla að samstarfi fagfólks, sem fæst við meðferð, kennslu eða rannsóknir á sviði kynfræða. Félagar, aðitd, féiagsgjöld: 3. gr. Félagið er ætlað fagfólki, sem hefur menntun á sviði heilbrigðis-, félags- eða sálarfræða, svo og öðrum sem fást við kynfræði í starfi sínu. Skrifleg inntökubeiðni skal send stjórn félagsins. Samþykki allra stjórnarmanna skal vera fyrir aðildinni. Verði ágreiningur í stjórninni skal beiðninni vísað til næsta félagsfundar, óski viðkomandi eftir því. Félags- fundur sker þá úr um aðildina. 4. gr. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi félagsins ár hvert. Stjórn: 5. gr. Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi. Hana skipa 5 manns, kosnir til tveggja ára í senn, skulu tveir ganga úr stjórn annað árið, en þrír hitt. Formaður skal kosinn beinni kosningu, en að öðru leiti skiptir stjórnin með sér verkum. Stefnt skal að því að stjórnina skipi fólk úr sem flestum faghópum. Auk stjórnar skal á aðalfundi kjósa tvo endurskoðendur til tveggja ára. Formaður sér um að kalla saman stjórnarfundi, eftir þörfum og/eða þegar tveir eða fleiri úr stjórn fara fram á það. Gjaldkeri sér um fjárreiður félagsins. Ritari sér um að færa gerðabók á stjórnarfundum og félagsfundum. Meðstjórnendur taka virkan þátt í störfum stjórnar og ganga inn i störf þegar um forföll er að ræða. Á hverju starfsári skal stjórn leggja fram drög að starfsáætlun á aðalfundi. Stjórn skal halda a. m. k. 3 félagsfundi á ári. Hópar, sérverkefni: 6. gr. Innan félagsins geta starfað sérstakir vinnu/áhugahópar um sér- stök verkefni. Þeir starfa sjálfstætt, en með stjórnina að bakhjarli og markmið félagsins að leiðarljósi. Stjórnin sér um að samræma störf hóp- anna og samþykki stjórnar þarf til að auglýsa fundi, námskeið og annað í nafni félagsins.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.