Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 41
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 169 Aðalfundur: 7. gr. Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert. Aðalfund skal boða bréf- lega með 2ja vikna fyrirvara hið minnsta. Aukaaðalfundur skal boðaður á sama hátt, ef meirihluti stjórnar eða félagsmanna óskar eftir því. Aðal- fundur er löglegur, sé löglega til hans boðað. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Dagskrá aðalfundar: 8. gr. 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla formanns/vinnuhópa. 3. Reikningar félagsins lagðir fram. 4. Ákvörðun félagsgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Kosning formanns, stjórnar og annarra trúnaðarmanna. 7. Starfsáætlun stjórnar. 8. Önnur mál. Atkvæðisbærir félagar á aðalfundi eru þeir sem mættir eru og skuld- lausir við félagið. 9. gr. Lagabreytingar geta einungis farið fram á aðalfundi. Tillögur þar að lútandi skulu hafa borist stjórn fyrir fyrsta apríl ár hvert og sendast út til félagsmanna með fundarboði aðalfundar. Til þess að lagabreyting öðlist gildi, þurfa 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi að greiða tillögunni atkvæði sitt. 10. gr. Félagið er aðili að Nordisk Forening for Klinisk Sexologi (NACS). 11. gr. Slíta má félaginu á fundi sem til þess hefur verið boðaður, ef 2 / 3 hluta félaga óska þess. Sæki 2/3 hlutar atkvæðisbærra félaga ekki slíkan fund, boðar stjórn til aðalfundar innan 30 daga og er þá hægt að slíta félaginu, ef 2/3 hlutar mættra atkvæðisbærra fundarmanna samþykkja og leggja félagið niður. Eignum félagsins skal þá ráðstafað í samræmi við ákvörðun meirihluta fundarmanna. Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins þann 9. 12 1985.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.