Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 42
170 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Leiðbeiningar um ómskoðun á meðgöngu Inngangur: Eftirfarandi leiðbeiningar um ómskoðun á meðgöngu voru sendar að beiðni landlæknis. Góðar ábendingar samstarfsmanna á Kvennadeild Landspítalans og lækna frá öðrum stofnunum eru þakkaðar. Að nokkru eru leiðbeiningarnar byggðar á umræðum á námskeiði um ómskoðanir, sem haldið var á Landspitalanum haustið 1985. Þessum leiðbeiningum er ætlað að stuðla að réttri og hóflegri notkun ómskoðana á meðgöngu. Leiðbeiningarnar eru almenns eðlis og ekki tæmandi varðandi notagildi ómskoðana í mæðravernd né heldur er ætlunina að telja upp allar mögulegar ábendingar og frábendingar. Lagt er til að á meðgöngu sé að jafnaði gerð ein ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngu, en aðrar skoðanir aðeins ef tilefni er til. Þetta er gert vegna þess að skoðun á þessum tíma nýtist best. Þá fæst góð vitneskja um meðgöngulengd og yfirleitt er hægt að skoða fóstur vel m. 1.1. sköpunargalla, jafnframt því að staðsetja má fylgju í leginu með mikilli nákvæmni. Miðað við þessa skoðun er árangur annarra skoðana i meðgöngu takmarkaðri, nema helst við vissa sjúkdóma í meðgöngu eða hjá áhættuhópum. Ekki er hægt að svo stöddu að mæla með því að allar konur séu skoðaðar við 32ja vikna meðgöngulengd eins og sums staðar er gert erlend- is, vegna þess að þær fáu hendingarrannsóknir (randomized trials), sem gerðar hafa verið á þessum tíma hafa ekki augljóslega sýnt ávinning af slíkum skoðunum. Tilgangur skoðana: Á fyrri helmingi meðgöngu er ómskoðun gerð til að: 1. Ákvarða líklega meðgöngulengd. 2. Greina hvort fósturútlit er eðlilegt / óeðlilegt og finna fóstur- galla. 3. Staðsetja fylgju/greina mögulega fyrirsæta eða lágsæta fyigju.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.