Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 43

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 43
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 171 4. Greina fleirbura. 5. Greina afbrigðilegar þunganir (fósturvisnun, blöðrufóstur). 6. Greina afbrigði/sjúkdóma í kynfærum (t. d. legvöðvahnúta, blöðrumyndun í eggjastokkum og tvískipt leg). Á síðari hluta meðgöngu er skoðun gerð til að: 1. Greina hvort fósturvöxtur er eðlilegur eða ekki. 2. Fylgjast með fósturvexti við grun um vaxtarseinkun eða þar sem hætta er á truflun fósturvaxtar (fyrri léttburafæðing, blóðþrýstingssjúkdómar, fleirburameðganga). 3. Greina fyrirsæta / lágsæta fylgju og mögulega orsök blæð- inga. 4. Greina fósturstöðu s. s. við grun um sitjandi stöðu. 5. Fá síðbúna greiningu á fósturgöllum. Tímasetning skoðana og nákvæmni við ákvörðun meðgöngulengdar: 1. Ómskoðun á fyrstu tólf vikum meðgöngu (fyrsta trimestri) er aðeins gerð, óski læknir konu eftir því og þá fyrst og fremst ef óvissa er um meðgöngulengd eða ef blæðingar, mikil ógleði eða afbrigðileg þykkt gefa tilefni til að ætla að meðganga sé á einhvern hátt óeðlileg. Mæld er haus-lengd fósturs (CRL). Sú mæling hefur 2 staðal- frávik sem svarar til + 4 daga. Athugið að á þessum tíma þarf konan að hafa fulla þvag- blöðru þegar skoðað er, til að leg lyftist upp í grindarholi og garnir ýtist frá framvegg legs. Vekja þarf athygli konunnar á þessu og hún skal hvött til að drekka um hálfan lítra af vökva u. þ. b. einni klukkustund fyrir áætlaða skoðun. 2. Mælt er með að allar konur komi í ómskoðun í 18.-19. viku meðgöngu. Á þessum tíma er eina venjubundna skoðunin gerð (,,rútínuskoðun”), allar aðrar skoðanir þurfa ábendingu. Við 18.-19. vikna meðgöngu (reiknað frá fyrsta degi siðustu tíða- blæðinga eða út frá fyrri ómskoðun) er mælt þvermál fóstur- höfuðs, biparietal diameter (BPD) og lengd langra beina fósturs femur-lengd, FL og humerus-lengd, HL).

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.