Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Page 50
178
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Frá Frá
1. febrúar 1. júlí
1986 1986
Ljósmæðrakennari með sérleyfi í
kennslugrein 67 68
Aðstoðaryfirljósmóðir 70 70
Deildarstjóri með hjúkrunarmenntun 70 70
Kennslustjóri L.í. 70 70
Yfirljósmóðir á fæðingardeild 71 71
1.2 Ljósmæðrakennari, sem gegnir störfum deildarstjóra
(umsjónarkennara), skal taka laun einum launaflokki ofar en
ella hefði verið.
2 Vinnufatnaður.
2.1 Ljósmæður, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv-
um, eiga rétt á nauðsynlegum vinnufötum og vinnufataþvotti
sér að kostnaðarlausu eins og verið hefur.
3 Samstarfsnefnd.
3.1 Á samningstímanum skal starfa samstarfsnefnd aðila.
Nefndin skal ræða og reyna til þrautar að leysa ágreinings-
mál, sem upp kunna að koma, og fjalla um þau mál, sem
aðilar fela henni.
4 Gildistími.
4.1 Samningur þessi gildir frá 1. febrúar 1986 og fer um gildis-
tíma hans og uppsögn skv. lögum nr. 29/1976.
Benedikt Blöndal
Ólafur Nilsson
Ingi Kristinsson
Jón Finnsson
Jón G. Tómasson