Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 24
staka tilfellum getur þurft að gefa konum með mjög slæma eða snögg- versnandi pre-eclampsiu lyfjagjöf í æð og er þá gefið: Dihydralazinum — Neprosol dreypi, sem er blandað NaCl. Konum með alvarlega pre-ec- lampsiu og yfirvofandi krampa er gefið Diazepam í æð. Ljósmæður á Með- göngudeild verða að vera viðbúnar slíku hættuástandi, því þó það sé venja að konurnar séu innlagðar á fæðinga- gang til gjörgæslu séu þær með mjög slæm einkenni og/eða mjög veikar, getur ástand þeirra breyst mjög hratt. Fræðsla til kvenna með pre-eclampsiu: Fræðsla til kvenna með pre-eclamp- siu er mjög nauðsynleg, ekki síst vegna þess að flestar konur með vægari af- brigði sjúkdómsins og jafnvel hin verri, finna ekki til neinna óþæginda. Þær eiga því oft mjög erfitt með að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið er. Ljósmæður á Meðgöngudeild skrif- uðu bækling fyrir konur með pre- eclampsiu sem þær fá afhentan þegar þær leggjast inn og er þá tiltekið í hverju meðferðin er fólgin og tilgangur henn- ar. Ljósmæður veita einstaklingshæfða fræðslu til kvennanna og aðstandenda hennar því meðferðin er mjög einstak- lingsmiðuð þar sem engar 2 konur með pre-eclampsiu eru með eins fram- vindu. Konur með pre-eclampsiu eru oft ekki með nein einkenni sem við í daglegu lífi tengjum við sjúkdóma og finnst þeim og aðstandendum þeirra því oft erfitt í fyrstu að skilja af hverju konan þarf að leggjast á sjúkrahús. I þeim tilvikum þar sem talin er hætta á að konan fæði fyrir tímann er henni og aðstandenda boðið að skoða vöku- deildina — gjörgæsludeild fyrir nýbura — og hefur það gefist mjög vel sem lið- ur í undirbúningi konunnar fyrir fæð- inguna. Að lokum Konur með pre-eclampsiu liggja oft lengi á deildinni. Þær eiga oft við marg- vísleg vandamál að stríða og er reynt að koma eins mikið til móts við það og aðstæður leyfa hverju sinni. Konurnar eru eins og áður sagði oft ekki með hefðbundin sjúkdómseinkenni og eiga því oft erfitt með að sætta sig við langa sjúkrahúslegu og að vera teknar úr sínu daglega umhverfi. Margar eiga lítil börn heima og hafa áhyggjur af þeim og heimilinu. Boðið er upp á aðstoð og þjónustu félagsráðgjafa sem starfar á Kvennadeildinni og getur oft veitt kon- unum og fjölskyldum þeirra ómetan- lega aðstoð. Reykjavík janúar 1991. Heimildaskrá: Reynir T. Geirsson og Jón Þ. Hallgrímsson 1986. P.M. fyrirmæli um meðferð á pre-ec- lampsiu Kvennadeild Lsp. maí 1986. Carrey et al. 1980 Obstetrics Illustraded Churc- hill Livingstone, Edinborg. Derek Llewellyn-Jones 1986. Fundamentals of Obstetrics & Gynaecology. Vol. 1 Faber & Faber, London. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 22

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.