Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 7
þú fyrir tómleika og einangrun. Þú finnur fyrir sjálfsmeðaumkun og þrótt- leysi. Þig langar til að gefast upp, deyja. Þú óttast að verða brjálaður/-uð, eða öðru vísi en fólk er flest. Þú finnur fyrir tilgangsleysi og langar til að losna frá þessu. Þunglyndi getur sprottið af reiði, sem ekki fær útrás, tárum, sem ekki fá að renna. Líkaminn fær ekki það, sem hann þarfnast. Á sjúkrahúsinu er mikið um langvarandi setur, umhverfið verkar niðurdrepandi á okkur. Við verðum sinnulaus gagnvart eigin þörfum og nærumst óreglulega og illa. VON Við verðum að halda í einhvers kon- ar von til að geta lifað. En vonin getur verið breytileg eftir aðstæðum hverju sinni. Þannig má segja, að við séum sí- fellt að endurskoða vonina. Að sjá barnið sitt alvarlega veikt, vekur upp okkar eigin ótta við dauð- ann. Þetta gerist jafnvel þótt við vitum, að alvarlegur sjúkdómur leiðir ekki allt- af til dauða. Jafnvel þótt við vitum, að alltaf sé verið að þróa nýjar og áhrifa- nieiri aðferðir til að lækna sjúkdóma. Þegar barnið okkar er veikt í langan tíma, þá eigum við fleiri slæma daga °g tíðari tilfinningasveiflur. Spenna er viðvarandi og erfiðleikar í samböndum við nána ættingja. Við upplifum skrýtna blöndu af gleði og sorg, sem er okkur framandi. Við hlæjum í alvarlegum að- stæðum og grátum í gleðilegum að- stæðum. Við finnum spennuna á milli vonar og örvæntingar. Maki okkar Fólk segir: Sjáið hversu vel þið hafið náð saman við þessa erfiðleika. En í meirihluta tilfella virðast veikindi (og dauði barna) fremur veikja hjónabönd en styrkja. Þú kennir maka þínum um sjúk- dóminn. Þú úthellir eigin sektarkennd, reiði og þunglyndi á maka þinn vegna þess að hann/hún er hjá þér. (Við treystum engum öðrum fyrir þessum tilfinning- um). Ágreiningsefni magnast upp. Vegna þess að fólk skilur ekki (nýjar) tilfinningar sínar við þessar aðstæður, þá leiðir það til vaxandi , ,fjarlægðar“ á milli hjóna. Þér finnst maki þinn ekki vera hrein- skilin(n) við þig. Við verðum að átta okkur á og virða, að við erum ekki eins. Hjón ættu að taka frá tíma handa sér. Það er mikilvægt, að ætla sér ekki að fara í gegnum erfiða reynslu á hörk- unni. Það er mikilvægt að gráta saman og líka að gefa hvort öðru tilfinningalegt svigrúm. Veika barrtið Fyrr eða síðar veit barnið hvað amar að því. Feluleikur dugar ekki til lengd- ar. Það er mikilvægt að hlusta á barnið og kynnast viðhorfum og tilfinningum þess. Á þessum tíma getur sambandið •ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 5

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.