Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 8
á milli foreldra og barns dýpkað. Það er mikilvægt að hafa í huga, að börn höndla sjúkdóma eins vel og foreldrar þeirra. Systkini Þau óttast að verða líka veik. Þau finna fyrir og óttast aðskilnað frá for- eldrum sínum. Þau óttast að þau gleymist. Þau halda að þér þyki vænna um veika barnið en þau. Þau halda að þau hafi orsakað sjúk- dóminn (með óskum eða hugsun- um). Þau vernda foreldra sína og verða fullorðnari í hugsun og tali en jafn- aldrar. Þau þora ekki að spyrja um ástand og horfur. Þau halda jafnvel, að þau þurfi að verða veik til að fá athygli og um- hyggju foreldra sinna. Við segjum: Eg finn tíma fyrir þau seinna. En í augum barnsins er seinna = núna! Afar, ömmur, vinir o.fl. Vita ekki hvað segja skal. Þau kunna ekki að nálgast þig við þessar nýju að- stæður og finna fyrir hjálparleysi. Þeir, sem eru í nánasta umhverfi taka oft við erfiðum tilfinningum okkar, þekkja ekki inn á viðbrögð okkar eftir missi, reyna samt að hugga okkur, en segja oft orð, sem við viljum ekki heyra. Fósturlát Ætla má, að í 15—25% tilfella endi meðganga í fósturláti. Þetta er oft mjög einmanaleg reynsla, fáir vita af henni eða vilja vita af henni, stuðningur frá læknum og hjúkrunarfólki er í lág- marki. Og tími inni á sjúkrahúsi er afar takmarkaður. Viðbrögð geta verið á þessa leið: Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur. Þetta var nú eiginlega ekki barn. Þetta er svo algengt. Hertu þig nú upp og stattu þig, ég veit að þú getur það. Er fósturlát það sama og dauði barns? Svo getur verið tilfinningalega og jafnvel vitsmunalega fyrir þeim, sem hefur væntingar og drauma á þess- ari meðgöngu. En viðbrögð eru ákaf- lega mismunandi. Munur á viðbrögð- um móður annars vegar og föður hins vegar getur líka verið mjög mikill. Fóst- urlát hverfur ekki úr vitund þess, sem það reynir, eins og einhver tilfallandi flensa. Þetta getur verið tilfinningalega mjög erfið reynsla, sem þá setur mik- inn þrýsting á samband foreldra. Eg hef fengið til mín konur, sem misstu fóstur (þær segja flestar barn), áratug- um eftir reynsluna. Þessar konur tala m.a. um erfiðleikann sem tengist því, að meðgöngunni var ekki lokið- Við ættum að ræða hvernig hægt sé að setja þarna endapunkt. Lagalega er fósturlát ekki skráð sem fæðing. Og sú spurning sem ég fæ oft- ast frá foreldrum er: Hvað er gert við jarðneskar leyfar við þessar aðstæður? Fyrir nokkru fór ég fram á það við Kirkjugarða Rey kja víkurprófastsdæ m - is, að settur yrði upp sérstakur minning- 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.