Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 17
■ HILDUR KRISTJÁNSDÖTTIR, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur: Stjórnarfundur Nordisk jordmorforbund samtaka ljósmæðra á Norðurlöndum Árlegur stjórnarfundur NJF var hald- inn í Stokkhólmi dagana 10. og 11. maí 1991. Á dagskrá fundarins voru 20 mál sem biðu afgreiðslu og því nóg að gera. Fundurinn var haldinn í salar- kynnum sænska ljósmæðrafélagsins, sem þær deila með sænska hjúkrunar- félaginu. Þetta er í fallegu húsi sem ver- ið er að lagfæra og betrumbæta. Við vorum ákaflega heppnar með veður (eða óheppnar), því sólrikt var og hlýtt. Unnin voru venjubundin fundar- störf og fluttar skýrslur stjórna ljós- mæðrafélaga landanna. Þessar skýrslur liggja frammi á skrifstofu félags- ins eins og venjulega og eru félags- menn hvattir til að kynna sér þær. Hér mun verða birt stutt ágrip af því helsta sem kom fram á fundinum til glöggv- unar. I tengslum við fundinn var okkur boðið að skoða ABC-deildina við Karo- linska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það mjög áhugavert. Fundurinn var fjölmennur og áttu öll löndin 2 fulltrúa á honum, nema Færeyjar, en þaðan kom enginn í þetta sinn. Þær eru mjög illa staddar fjárhagslega, en ætla að stefna að því að reyna að senda einn fulltrúa annaðhvert ár. Til umræðu kom á fundinum að styrkja ljósmæðra- félögin á Islandi og í Færeyjum fjárhags- lega svo tryggt væri að þau gætu alltaf sent einn fulltrúa. Um væri þá að ræða að greiða mismun á meðalkostn- aði hinna landanna þriggja við fundar- sóknina. Þetta hlaut góðar undirtektir allra og verður rætt betur. SKÝRSLUR LANDANNA Danmörk Danska ljósmæðrablaðið varð 100 ára í október 1990. Af því tilefni var fé- lagið með ýmsar uppákomur sem tók- ust vel. Breytingar hafa orðið á samningsrétti danskra ljósmæðra og sjá svæðadeildir nú um samninga fyrir ljósmæður á sínu svæði. Danskar ljósmæður vinna nú að því að einstaklingshæfa þjónustu sína í mæðravernd, þannig að tryggt verði að hver kona hitti því sem næst alltaf sömu ljósmóður í hverri skoðun. Þessu fyrirkomulagi hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd, þar sem semja þarf við ríki og bæ og það getur orðið erfitt, vegna þess að þetta leiðir óhjákvæmi- lega til aukins fjölda ljósmæðra á heilsugæslustöðvunum. _____________________________ 15 LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.