Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Page 19

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Page 19
útskrifaðar ljósmæður hafa skilað sér illa til ljósmæðrastarfa á síðustu árum. Samhliða þessari vinnu er unnið að til- lögum um framhalds- og endurmennt- un ljósmæðra í Noregi. Fyrir liggur kennsluáætlun um 1 árs framhaldsnám fyrir ljósmæður í sónar- skoðunum. Þessari áætlun hefur enn ekki verið hrundið í framkvæmd og mótmæla ljósmæður henni ákaft, þar sem þær telja að þarna sé verið að mismuna læknum og ljósmæðrum, en ekki er gert ráð fyrir að læknar þurfi að sækja samskonar nám til að geta stund- að sónarskoðanir. Norska ljósmæðrafélagið rannsakar nú í samvinnu við félag kvensjúkdóma- lækna, samvinnu og ábyrgðarskiptingu ljósmæðra og lækna og er niðurstaðna að vænta í lok ársins. Einnig kanna þær viðhorf héraðs- stjórna til ljósmæðraþjónustu í héraði. Unnið er að endurskoðun á siðaregl- um ljósmæðra og þemahefti um Ijós- móðurina í framtíðinni. Vinna við staðla ljósmæðra er langt á veg komin. Alþjóðaþing Ijósmæðra 1996 mun verða haldið í Noregi og er undirbún- ingsvinna þegar hafin. Svíþjóð Sænskar ljósmæður hafa miklar ^hyggjur af námi sínu, þar sem fyrirséð er að þær munu lenda í vandræðum vegna inngöngunnar í EB. Námið hjá Þeim er í dag 50 vikur eða 1V4 ár eftir Þjúkrun, en það uppfyllir ekki EB staðl- ana. Þær skoða því mikið aðrar leiðir, eins og t.d. þá norsku. í Svíþjóð er nið- urskurður fjár til heilbrigðismála og hef- Ur hjúkrunarfræðingm verið sagt upp störfum. Mikil umræða er um sparnað 1—iósmæðrablaðið ___________________ í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur í för með sér mikla umræðu um gæðastjórn- un og hafa ljósmæður hafið skráningu á öllum sínum störfum og eru þær mjög meðvitaðar um fræðsluþörf sína um fjármál í tengslum við heil- brigðismál. Mikil aukning fæðinga hefur einnig komið inn í þessa umræðu og eins það að nú mega konur fæða þar sem þær vilja, þ.e. eru ekki bundnar af heima- bæ sínum. Því hefur hafist mikil áróð- ursherferð sjúkrahúsanna, sem keppast um að bjóða allskyns þjónustu í tengslum við fæðinguna, sem dæmi má nefna að eitt sjúkrahús auglýsti að það byði upp á kampavín að fæðingu lokinni! Ljósmæður hafa af því miklar áhyggjur að oft og tíðum og oftast er ekkert talað um fagleg gæði þjónust- unnar í þessu sambandi. Þær segja að f ljósmæðraþjónustunni í dag sitji ein- staklingurinn ekki í fyrirrúmi og störf ljósmæðra séu orðin alltof stöðluð. Einnig að með auknum fjölda fæð- inga, hafi þjónusta þeirra dregist sam- an hvað varðar foreldrafræðslu og mæðravernd. Þær hafa einnig áhyggj- ur af því hver eigi að annast konurnar heima, en snemmútskriftir sængur- kvenna færast nú í vöxt, án þess að þjónusta sé tryggð eftir að heim er komið. I Svíþjóð hefur heimafæðingum fjölgað mjög, eins og á hinum Norður- löndunum. Þær hafa fengið lög um heimafæðingar, en þau eru mjög óskýr, og því miður eru konur þar í landi sem taka á móti börnum í heima- húsum án þess að vera menntaðar ljós- mæður. Þær vinna nú að því að fá þessu breytt og að skilyrði fyrir því að __________________________________ 1 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.