Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 20
ljósmæður megi sinna heimafæðing- um verði skýr, eins og t.d. að samning- ur sé gerður við foreldra og að ljósmóðirin hafi að minnsta kosti 2ja ára starfsreynslu. ANNAÐ NJF varð 40 ára 1990, í tilefni af því var ákveðið að skrá sögu samtakanna. Tove Dunn tók að sér verkið og óskar hún eftir að fá myndir og efni frá þing- unum allt fram til ársins 1981. Svo ef þið lumið á myndum hafið þá sam- band við skrifstofu LMFÍ hið fyrsta. Norðurlandaþingið 1992 13 Norðurlandaþing Ijósmæðra verður haldið í Kaupmannahöfn 4. —13. september 1992. Þema þings- ins er FAGLEG ÞRÓUN LJÓS- MÆÐRA, — engin framtíð án hennar. Aðalfyrirlestraflokkar verða: Gæðastjórnun innan verksviðs Ijósmæðra. Verkir í fæðingu frá ýmsum sjónar- hornum. Þróun menntunar ljósmæðra á Norðurlöndum. Þess ber að geta að danska ljós- mæðrafélagið verður 90 ára sama ár. Akveðið hefur verið að stjórnarfundur NJF verði 2. og 3. september. Fréttir frá ICM Ahgi er fyrir því að endurtaka rann- sóknarráðstefnuna sem haldin var í Tu- bingen. Unnið er að þvi að koma á og efla tengsl við ljósmæður frá Austur- Evrópu. Haldinn verður viku rann- sóknarcongress í Barcelona í desmber 1991. Hann er fyrst og fremst ætlaður ljósmæðrum í S-Evrópu. Markmið 18 _________________________________ hans er að hvetja Ijósmæður til rann- sókna, ekki að rannsakendur hitti hver annan! ICM þingið verður haldið í Vancou- ver í Canada í maí 1993 og er umræða um að reyna að hafa sameiginlega ferð frá Norðurlöndunum. Undirbúningur fyrir ICM þingið sem haldið verður í Noregi 1996 er í fullum gangi og er óskað eftir tillögum að þema fyrir þingið. Það vantar orð, eða setningu, sem er auðskiljanlegt og auð- velt að þýða á sem flest tungumál. Hér með er auglýst eftir tillögum. Merki þingsins verður Lífsins tré. Foreldrafræðsla Nokkur umræða varð á fundinum um foreldrafræðslu og voru konur al- mennt sammála um að áherslubreyt- inga væri þörf. Finnskar ljósmæður eru mjög tregar að sinna þessum þætti, m.a. vegna þess að þeim finnst þær ekki kunna nóg til þess. Sænskar ljós- mæður hafa breytt sínum áherslum, m.a. vegna aukins fjölda innflytjenda í landinu, einnig hafa þær lagt áherslu á að ná til sérhópa, eins og unglings- mæðra. í Noregi er mikil þreyta í ljósmæðr- um varðandi þennan þátt. Danskar ljósmæður hafa bryddað á nýbreytni í foreldrafræðslu, með t.d. námskeiðum í vatni, en þær hafa miklar áhyggjur af því hvað þeim finnst danskar konur illa undir fæðingu búnar líkamlega. Fund- urinn var sammála um að umræðu væri þörf um þessi mál í heima- löndunum. Reykjavík í júní 1991. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.