Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Page 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Page 26
meðferð án lyfja, snemmheimferð ofl.. Konan ákveður hvaða stuðningsaðila hún vill hafa viðstadda fæðinguna. Þetta kynningarsamtal konunnar og ljósmóður tekur venjulega 1—IV2 klst. Þær konur sem velja að fara snemma heim eiga kost á að koma í ljósmæðra- móttöku á deildina með barnið. Þessi ljósmæðramóttaka fer fram milli kl. 13 og 15 alla daga vikunnar, og gefst kon- unum einnig kostur á að hitta barna- lækni og kvensjúkdómalækni þá ef þær óska. Um það bil 20% þeirra kvenna sem leita til sjúkrahússins til að fæða velja ABC-eininguna og sama hlutfall velur snemmheimferð sem er að meðaltali 40—50 tímum eftir fæð- ingu. En snemmheimferð er skilgreind sem heimferð 6—72 klst. eftir fæð- ingu. Barnalæknar skoða öll börn fyrir heimferð. Þegar konan kemur inn til fæðingar er tekið hjartsláttarrit barnsins í 15—25 mín. og aftur eftir u.þ.b. 6 klst. ef allt er eðlilegt. Ljósmæðurnar nota Syntocin- on dreypi ef þurfa þykir, kalla til barna- lækni ef um t.d. grænt legvatn er að ræða, sprengja belgi skv. mati. Þær nota ekki epidural deyfingar, paracerv- ical blokk, né nein verkjalyf önnur en hláturgas. Verkjameðferð felst í vatns- bólu sprautum, nuddi, freyðibaði/ nuddpotti, hláturgasi og slökun. Alla- jafna er ekki sogað úr vitum barnsins við fæðinguna og barnið er ekki vigtað eða skoðað fyrr en 5—6 tímum eftir fæðinguna í fyrsta lagi. Komi einhver vandamál upp í fæð- ingunni, eða það er mat ljósmæðranna að gjörgæslu sé þörf, eða deyfinga, eru konurnar sendar á fæðingagang sjúkrahússins og ljósmóðirin fylgir þeim þangað og annast þær þar sé þess nokkur kostur. Þær koma síðan aftur á þessa deild til að liggja sængur- leguna og sama ljósmóðirin annst þær áfram. Þemað er samfella í þjónustu til kvennanna. Reykjavík, júní 1991. Ljósmœður í desember kemur út handbók ljósmæðra Fylgja fyrir árið ’92. Annar litur verður á kápu bókarinnar og einnig hefur verið bætt í hana fróð- leiksefni. Þeir sem áhuga hafa á að bætast í áskrifendahópinn og fá hana senda heim eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna sig hjá L.M.F.I. (símsvari). Bókin verður einnig seld á skrifstofunni og mun kosta um 700 krónur. Upplag er takmarkað við 200 bækur. Kveðja, Helga Birgisdóttir, ritstjóri Fylgju 24------------------------------------------------I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.