Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 29
byggt á (óbirtum) ómskoðunarathugun- um höfundar á fósturvexti hjá konum með sykursýki. Annar þriðjungur með- göngu er því ekki síður mikiivægur tími en sá fyrsti og síðasti, þótt af öðrum á- stæðum sé. Betra eftirlit í meðgöngu síðari árin kann einnig að hafa stuðlað að því að fóstur með vaxtarseinkun fundust og fæddust áður en slys varð. Af sjö vaxt- arseinkuðum fóstrum dóu tvö í móður- kviði á fyrra fimm ára tímabilinu; - ekkert á því síðara, en þá var einnig vitað um öll vaxtarseinkuðu fóstrin fyrir fæðingu og sérstaklega fylgst með þeim. Grein- ingin “diabetofetopatia” hjá barnalækn- um var líka algengari fyrra tímabilið (18 börn) en það siðara (16 börn), þótt sú greining geti ekki talist nákvæm. Aðeins eitt barn fætt 1985 fékk hyalin membran sjúkdóm. Bætta fræðslu þarf nú til ungra kvenna með sykursýki um mikilvægi þess að nota góðar getnaðarvarnir og áforma þungun þegar þær eru í góðu sykurjafn- vægi. Fjölskylduáætlun ásamt góðu blóð- sykur- og fæðingarfræðilegu eftirliti mun öðru fremur stuðla að því að góður ár- angur síðustu ára batni enn, með styttri og færri innlögnum, heilbrigðari börnum og fleiri vaginal fæðingum. Nauðsynlegt er að meðferðarráðgjöf verði áfram á fárra hendi. Konurnar eru svo fáar hér á landi að nægileg þjálfun í meðferð syk- ursýki fæst ekki öðruvísi. Hagur kvenn- anna af því er augljós. Nútíma samgöng- ur og fjarskiptatækni auðvelda miðstýrt eftirlit til muna, án þess að draga þurfi úr ábyrgð lækna eða ljósmæðra annars- staðar á landinu. Samræma ætti eftirlit fyrir allt landið. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hér á landi hvort kembileit að sykursýki hJÓSMÆÐRABLAÐIÐ_______________________ í þungun, t.d. með hendingarmælingum blóðsykurs (random blood sugar), gætu bætt greiningu meðgöngusykursýki. I ljósi ofanskráðs árangurs er þó vafasamt, hvort það mundi vera árangursríkt, mið- að við kostnað sem af slíkri leit hlytist. Mikilvægara er sennilega að ljósmæður og læknar séu vakandi fyrir því að nauð- synlegt er að gera sykurþolspróf hjá öll- um þeim konum sem teljast hafa aukna áhættu á sykursýki vegna sykurs í þvagi, fjölskyldusögu, offitu eða fyrri með- göngu- og fæðingasögu. Öllum ætti að vera ljóst að mæling á fastandi blóðsykri í þessu sambandi er gagnslítil. Grein þessi er byggð á skýrslu um „Mebgöngueftirlit og getnaðarvarnir hjá konum meö sykursýki", sem unnin var 1991-92 fgrir Heilbrigðisráðuneyt- ið í tilefni alþjóðlegs átaks um sykur- sýki fSt. Vicent Declaration). Birt meb leyfi Heilbrigðisráðuneijtisins. Heimildir: 1. Geirsson RT, Hilmarsdóttir I. Er gagnaðsyk- urþolsprófi í sængurlegu? Læknablaðið 1986;72:64-68. 2. White P. Diabetes mellitus in pregnancy. Clin Perinatol 1974 ;1: 331-347. 3. Combs CA, Kitzmiller JL. Spontaneous abortions and congenital malformations in diabetes. Baillieres Clin Obstet Gynaecol 1991;5:315-331. 4. Fuhrmann K, Reiher H, Semmler K et al. Prevention of congenital malformations in infants of insulin-dependent diabetic mothers. Diabetes Care 1983;6:219-223. _______________________________________ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.