Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 32
barn í fæðingu. Verkjalyf og deyfingar í fæðingu auka þörfina fyrir gjörgæslu; fylgjast þarf vel með áhrifum á bæði móður og barn. Sumir vilja ganga svo langt að telja verkjalyfjagjöf og deyfingar til inngripa og þar með sé fæðingin orðin óeðlileg. „Konur vilja losna við mikinn sársauka í fæðingu en um leið forðast að valda barni sínu skaða og missa stjórn á fæðingunni" (Waldenström ’88). I dag er engin verkjameðferð til sem bæði deyfir sársauka og hefur engin áhrif á móður, barn eða fæðinguna í heild. Ljósmæður gegna mikilvægu hlut- verki gagnvart hinni verðandi móður bæði hvað'varðar fræðslu á meðgöngu og fæðingarhjálp. Þær geta þess vegna haft mikil áhrif á val konunnar á verkja- meðferð i fæðingu. Okkur fannst því á- hugavert að kanna viðhorf íslenskra ljós- mæðra til verkjameðferðar í fæðingu i dag. Við fundum eina erlenda rannsókn eftir sænska Ijósmóður, Ullu Walden- ström, sem fjallar um þetta sama efni og studdumst við hana. Markmiðið með þessari könnun er að athuga viðhorf Ijós- mæðra til hinna ýmsu verkjalyfja og á- hrifa þeirra á móður og barn. I öðru lagi að kanna viðhorf ljósmæðra til annars konar verkjameðferðar svo sem öndun- aræfinga, slökunar, nudds og heitra baða. I þriðja lagi að bera saman niður- stöður okkar og niðurstöður erlendra rannsókna sérstaklega rannsóknar Ullu Waldenström. í fjórða lagi að kanna sam- band milli viðhorfa ljósmæðra og mis- munandi breyta svo sem menntunar, starfsaldurs og endurmenntunar. Abferbarfrdzbi Heimildaleit hófst í mars 1990 og var leitað undir eftirfarandi efnisorðum: 30__________________________________ labour, pain, management of labour, childbirth og delivery. Við fengum leyfi til að nota spurningalista Ullu Waldenström en eftir að hann hafði verið forprófaður fannst okkur hann ekki samræmast markmiðum okkar og sömdum við því nýjan lista. Sá listi var svo forprófaður og eftir smávægilegar breytingar var hann sendur til þeirra ljósmæðra sem tilheyrðu úrtaki i rannsókninni. Spurningalistinn var aðallega samsettur úr lokuðum spurn- ingum. Þegar spurt var um viðhof ljós- mæðra til verkjalyfja voru notaðar spurn- ingar með fimm svarmöguleikum; dæmi: spurt var um áhrif pethidins á apgar, möguleikarnir eru: apgar hækkar greini- lega d----1---1----1---1---t- apgar lækkar greinilega. Möguleikinn i miðj- unni er hlutlaus þ.e. hefur engin áhrif á apgar. Spurningalistinn var sendur til allra ljósmæðra sem starfa við fæðingar á Is- landi. Nöfn þeirra og heimilisföng feng- um við hjá Ljósmæðrafélagi Islands. Osk- að var eftir skriflegu samþykki allra þátt- takenda. Svörunin var 64%. Niburstöbu og umræba um niburstöbur Af þeim 112 ljósmæðrum sem fengu spurningalistann svöruðu 64% og bárust hlutfallslega færri svör frá ljós- mæðrum á landsbyggðinni. Áberandi lítil svörun var þegar spurt var um pudendal deyfingu þar sem hún er lítið notuð nema á Akranesi. Svörun við spurningum varð- andi lendardeyfingu var best frá stór- Reykjavíkursvæðinu þar sem þessi deyf- ing er aðallega notuð þar. Almennt viðhorf til verkunar á pethi- dini, pudendal, glaðlofti og lendardeyf- ingu sést á mynd 1. UÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.