Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 24
Kvennadeild Landspítalans og Göngu- deild Sykursjúkra, Landspítalanum. Einn læknir Kvennadeildar, með sérhæfingu á þessu sviði, annast meðferð þungaðra sykursjúkra kvenna, en i fjarveru hans samstarfslæknir á deildinni. Fæðingar- fræðilegt eftirlit og ákvarðanataka er verksvið fæðingarlæknisins, sem jafn- framt getur gert tillögur um alla þætti í stjórnun sjúkdómsins. Sérfræðingur í lyf- lækningum sykursýki ákveður meðferð sjúkdómsins með sjúklingi, fylgist grannt með árangri og getur gert tillögur er varða meðgöngueftirlitið. I sameiningu hafa þessir læknar annast eftirlit með svotil öllum þunguðum sykursjúkum kon- um á landinu. I einu tilviki sá lyflæknir utan Landspítalans um mestallt eftirlit með blóðsykurstjórnun að ósk konunnar og með samþykki lækna Göngudeildar Sykursjúkra. I allnokkrum tilvikum kvenna utan af landi höfum við notið að- stoðar lækna og ljósmæðra í heimahér- aði við eftirlit með sykurstjórnun og með- göngu. Fæðingalæknar á Akureyri hafa sjálfir viljað stjórna meðgöngueftirliti í nokkrum tilvikum á undanförnum árum og hafa ekki æskt samstarfs við lækna á Landspítalanum, en lyflæknar á Akur- eyri, sem vinna við eftirlit sykursjúkra þar, hafa stundum sent konurnar til með- ferðar eða eftirlits á Landspítalanum engu að síður. Á meðgöngudeild Kvennadeildar eru tiltækar skriflegar almennar reglur um rannsóknir, þar á meðal blóðsykurmæl- ingar, sem gerðar eru í innlögn. Rann- sóknirnar miða að því að meta blóðhag, nýrna- og hjartastarfsemi og fá yfirlit um augnhag, þegar nýlegar upplýsingar skortir. Síðar í meðgöngunni er ástand fósturs metið með ómskoðun, fóstur- hjartsláttarsíritun og stundum mati á fóst- 22_________________________________________ urhreyfingum, legvatnsmagni og fósturöndun (biophysical profile). Kon- urnar sjálfar mæla blóðsykurinn fjórum sinnum að degi til á deildinni og stundum að nóttu til að meta, hvort stjórnun sé fullnægjandi allan sólarhringinn. Þetta kallast “blóðsykurferill”. Með þessu móti er leitast við í stuttri innlögn að fá góða hugmynd um sykurstjórnunina. Sjaldan eru nú fengnar blóðsykurmælingar á rannsóknadeild spítalans, þar sem góð og handhæg tæki til daglegra blóðsykur- mælinga eru á Kvennadeildinni. Konurn- ar eiga einnig oft sín eigin sykurmælinga- tæki. Nokkuð hefur skort á að konurnar fái fæði af réttri samsetningu við innlögn og því hefur verið treyst á kunnáttu kvennanna sjálfra í æ ríkari mæli í þess- um efnum. Jafnframt hafa innlagnir verið styttar. Utan spítalans fæst að sumu leyti betri hugmynd um sykurstjórnun við eðli- legar heimaaðstæður og hreyfingu. Á meðgöngudeildinni er þeim konum, sem sykursýki finnst hjá í meðgöngunni, gjarnan kennt betur að sprauta sig með insúlíni og mæla blóðsykurinn. Utan spítalans viðhafa konurnar færri blóðsykurmælingar ef það þykir óhætt, t.d. sjaldan að nóttu til. Hádegismæling- um hefur líka stundum verið sleppt, a.m.k. suma daga vikunnar (t.d. um helg- ar). Oft vilja konurnar hinsvegar sjálfar vita hver blóðsykurinn er, og sleppa ekki mælingum að degi til. Læknar Augndeildar Landakotsspít- ala hafa annast eftirlit og meðferð með augnhag, m.a. leysimeðferð æðabreyt- inga í augnbotnum. Læknir Göngudeildar Sykursjúkra og fæðingalæknir hafa búið til áætlun um meðferð í fæðingu. Eftir fæðingu hafa all- ar konurnar verið á annarri af tveim sængurkvennadeildum Kvennadeildar. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.