Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Page 24

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Page 24
Kvennadeild Landspítalans og Göngu- deild Sykursjúkra, Landspítalanum. Einn læknir Kvennadeildar, með sérhæfingu á þessu sviði, annast meðferð þungaðra sykursjúkra kvenna, en i fjarveru hans samstarfslæknir á deildinni. Fæðingar- fræðilegt eftirlit og ákvarðanataka er verksvið fæðingarlæknisins, sem jafn- framt getur gert tillögur um alla þætti í stjórnun sjúkdómsins. Sérfræðingur í lyf- lækningum sykursýki ákveður meðferð sjúkdómsins með sjúklingi, fylgist grannt með árangri og getur gert tillögur er varða meðgöngueftirlitið. I sameiningu hafa þessir læknar annast eftirlit með svotil öllum þunguðum sykursjúkum kon- um á landinu. I einu tilviki sá lyflæknir utan Landspítalans um mestallt eftirlit með blóðsykurstjórnun að ósk konunnar og með samþykki lækna Göngudeildar Sykursjúkra. I allnokkrum tilvikum kvenna utan af landi höfum við notið að- stoðar lækna og ljósmæðra í heimahér- aði við eftirlit með sykurstjórnun og með- göngu. Fæðingalæknar á Akureyri hafa sjálfir viljað stjórna meðgöngueftirliti í nokkrum tilvikum á undanförnum árum og hafa ekki æskt samstarfs við lækna á Landspítalanum, en lyflæknar á Akur- eyri, sem vinna við eftirlit sykursjúkra þar, hafa stundum sent konurnar til með- ferðar eða eftirlits á Landspítalanum engu að síður. Á meðgöngudeild Kvennadeildar eru tiltækar skriflegar almennar reglur um rannsóknir, þar á meðal blóðsykurmæl- ingar, sem gerðar eru í innlögn. Rann- sóknirnar miða að því að meta blóðhag, nýrna- og hjartastarfsemi og fá yfirlit um augnhag, þegar nýlegar upplýsingar skortir. Síðar í meðgöngunni er ástand fósturs metið með ómskoðun, fóstur- hjartsláttarsíritun og stundum mati á fóst- 22_________________________________________ urhreyfingum, legvatnsmagni og fósturöndun (biophysical profile). Kon- urnar sjálfar mæla blóðsykurinn fjórum sinnum að degi til á deildinni og stundum að nóttu til að meta, hvort stjórnun sé fullnægjandi allan sólarhringinn. Þetta kallast “blóðsykurferill”. Með þessu móti er leitast við í stuttri innlögn að fá góða hugmynd um sykurstjórnunina. Sjaldan eru nú fengnar blóðsykurmælingar á rannsóknadeild spítalans, þar sem góð og handhæg tæki til daglegra blóðsykur- mælinga eru á Kvennadeildinni. Konurn- ar eiga einnig oft sín eigin sykurmælinga- tæki. Nokkuð hefur skort á að konurnar fái fæði af réttri samsetningu við innlögn og því hefur verið treyst á kunnáttu kvennanna sjálfra í æ ríkari mæli í þess- um efnum. Jafnframt hafa innlagnir verið styttar. Utan spítalans fæst að sumu leyti betri hugmynd um sykurstjórnun við eðli- legar heimaaðstæður og hreyfingu. Á meðgöngudeildinni er þeim konum, sem sykursýki finnst hjá í meðgöngunni, gjarnan kennt betur að sprauta sig með insúlíni og mæla blóðsykurinn. Utan spítalans viðhafa konurnar færri blóðsykurmælingar ef það þykir óhætt, t.d. sjaldan að nóttu til. Hádegismæling- um hefur líka stundum verið sleppt, a.m.k. suma daga vikunnar (t.d. um helg- ar). Oft vilja konurnar hinsvegar sjálfar vita hver blóðsykurinn er, og sleppa ekki mælingum að degi til. Læknar Augndeildar Landakotsspít- ala hafa annast eftirlit og meðferð með augnhag, m.a. leysimeðferð æðabreyt- inga í augnbotnum. Læknir Göngudeildar Sykursjúkra og fæðingalæknir hafa búið til áætlun um meðferð í fæðingu. Eftir fæðingu hafa all- ar konurnar verið á annarri af tveim sængurkvennadeildum Kvennadeildar. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.