Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 8
BSRB varð 50 ára. Haldin var vegleg hátíð af því tilefni í Borgarleikhúsinu. LMFÍ ásamt öðrum aðildarfélögum BSRB gaf hátalarakerfi. Fulltrúi LMFÍ í stjórn BSRB er Margrét Guðmundsdóttir. Hún er einnig í jafnréttisnefnd á vegum BSRB. Akveðið er að halda Vestnorræna kvennaráð- stefnu á Egilsstöðum 20.-23. ágúst nk. BSRB verður þar með bás til kynningar á starfsemi sinna félaga. LMFÍ barst frá kvikmyndafélaginu „Útí hött-inn í mynd“ beiðni um styrk og/ eða faglega ráðgjöf til að gera tvö 15 mín. myndbönd um a) Meðganga og undirbúningur fæðingar. b) Fæðingin sjálf, fyrstu vikur eftir fæðinguna. Svar stjórnarinnar var á þá leið að við fögnum þessu framtaki, enda oft verið rætt meðal ljósmæðra um þörf á slíku myndbandi. Sögðum félagið reiðubúið til að veita faglega ráðgjöf. Höfum svo ekki heyrt af málinu síðan. Því miður hefur félagið ekki fjármagn til að styrkja myndbandsgerðina fjárhagslega. Lífeyrissjóður ljósmæðra, sem stofn- aður var með Iögum nr. 37/1938, hefur til fjölda ára verið mjög lélegur. Ljós- mæður hafa fengið greiddan úr honum lífeyri frá 3 krónum og upp í 6.000. Leitað hefur verið leiða til að bæta hag þessara ljósmæðra. Var það gert með því að skipa nýja stjórn sjóðsins. Hana skip- uðu af hálfu LMFI Margrét Guðmunds- dóttir og Dóra Sigfúsdóttir. Þetta hefur kostað afar mikla vinnu og fundarsetu. Fallist var á ósk LMFÍ um að leggja lífeyrissjóðinn niður og að lífeyrisgreiðsl- ur kæmu frá ríkissjóði. Meðfylgjandi er bréf LMFÍ til fjármálaráðherra þar að lút- andi og einnig frumvarp til laga, sem samþykkt var 6. mai sl. Lögin taka gildi um leið og þau hafa birst i Stjórnartíð- indum. Formannaskipti í LMFÍ Á aðalfundi Ljósmæðrafélags Islands þann 15. maí 1992 lét Margrét Guð- mundsdóttir af formennsku í félaginu, en hún hefur verið formaður þess frá mai 1989. Ljósmæður þakka henni vel unnin störf í þágu félagsins og vonast til að njóta starfa hennar áfram. Á aðal- fundinum var kosinn nýr formaður Ingibjörg S. Einisdóttir. Ingibjörg er fædd í Njarðvík 30. ágúst 1956. Hún lauk B.S. prófi í hjúkrun frá Háskóla íslands 1982, M.S. prófi í fæðingarhjúkrun frá Russell Sage College i Troy, New York 1986 og prófi frá Ljósmæðraskóla íslands haustið 1990. Hún hefur starfað við hjúkrun bæði hérlendis og í Bandaríkjunum og kennt hjúkrun við hjúkrunarskóla í Banda- ríkjunum og Háskóla íslands. Hún starfar nú á Kvennadeild Landspítalans og er stundakennari við Ljósmæðraskóla Is- lands. Margrét Ingibjörg S. Guömundsdóttir Einisdóttir 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.