Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 27
ið fyrir verulegri heilaskemmd og lömun. Með næringu í æð var henni haldið við fram að 33 vikum. Barnið virtist dafna vel á þeim tíma. Þá varð að gera neyðarkeis- araskurð vegna skyndilegra öndunarerf- iðleika og hjartastopps hjá konunni. Kon- an lést en barni hennar tókst að bjarga og hefur það þroskast eðlilega. Eitt barn fæddist með hjartagalla (ventricular sept- al op), sem gert var við með góðum ár- angri og eitt barn var með blöðrunýra öðru megin, sem var fjarlægt. Öll börn fædd á Akureyri lifðu. I meðgöngunum voru 30 konur (35%) með meðgöngusykursýki eða skert sykurþol (White flokkur A). Af þeim var ein aðeins meðhöndluð með matarræð- isbreytingum, en allar hinar fengu insúlín. Með þekkta insúlínháða eða insúl- ínóháða sykursýki fyrir meðgönguna voru 56 (65%). Flokkun sykursýkinnar á hinum tveim fimm ára tímabilum er sýnd í Töflu 1. í 29 meðgöngum (33.7%) var konan með alvarlegri fylgikvilla insúlín- háðrar sykursýki (White flokkar D, F og R). Meðalaldur kvennanna við fæðingu barnsins var 27,3 ár (bil 16-41) 1981-85 og 27,8 ár (bil 19-42) 1986-90. Með- alfæðingarþyngd fyrra tímabilið var 3414 g (meðalfrávik 925 g, bil 1200- 5654 g) og hið síðara 3845 g (meðalfrá- vik 653 g, bil 1935-5200 g) (t = 2.46; P = 0,016). Meðalmeðgöngulengd var á sarna tíma 263 dagar og 266 dagar (t= 1,241, p>0,2). A fyrra tímabilinu fæddu 16 konur vaginalt (37%), þar af ein með framhjálp (tangarfæðing). Af konum með með- Söngusykursýki (A) fæddu tvær með á- ^etluðum og tvær með bráðakeisara- skurði, hinar (71%) vaginalt. Sex af kon- unum með sykursýki af flokki B eða al- varlegri gerð fæddu vaginalt (21%). Tvær af þessum konum voru með fóstur dáin i móðurkviði en hinar með sykursýki af flokki B. A síðara tímabilinu fæddu 20 konur vaginalt (44%) og þurfti framhjálp með töng eða sogklukku hjá 3 þeirra. Axlaklemma varð hjá tveim, þótt skaði af því yrði ekki. Með keisaraskurði fæddu 24, þar af 6 með bráðaskurði (fyrirfram ákveðnum keisaraskurði flýtt vegna með- gönguvandamála). Hjá einni konu (White flokkur D) var fæðing gangsett, en keis- araskurður síðan gerður vegna lítils fram- gangs fæðingar. Af konum með með- göngusykursýki (A) fæddu 11 (69%) vag- inalt, af þeim sem voru með með sykur- sýki af flokki B eða alvarlegri gerð, fæddu 9 (32%) vaginalt en 19 með keisara- skurði. Allar fæðingar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri voru með keisaraskurði. Innlagnir hjá konum í flokki B og al- varlegri formum voru að meðaltali 2,1 skipti (1-5) á fyrra tímabilinu og konurnar voru innlagðar að meðaltali í 27 daga (lengst samfellt í 55 daga) fyrir fæðing- una. Á síðara tímabilinu var meðalfjöldi innlagna 3,7 skipti (1-7), en meðaldval- artími á spítala 20 dagar (lengst samfellt 51 dagur). Konan, sem fékk hypogly- kemískt dá og alvarlegan heilaskaða var ekki meðtalin á síðara tímabilinu. Hún var nærð í æð í samfleytt 123 daga áður en hún dó. Svo til öll börnin vistuðust á Vökudeild til eftirlits í mislangan tima. Umræða Almennt hefur árangur meðferðar við sykursýki í meðgöngu farið stöðugt batn- andi á Islandi síðastliðin 17-18 ár. A þessum tíma hefur burðarmálsdauði farið ört lækkandi, en var áður fyrr hár. Til að _________________________________ 25 VJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.