Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 51

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 51
Athugasemdir sem fylgdu frumvarpi til laga um að leggja niður Lífeyrissjóð ljósmæðra Það er að tillögu Ljósmæðrafélags ís- lands að lagt er til með frumvarpi þessu að leggja niður Lífeyrissjóð ljósmæðra. Lífeyrissjóðurinn var stofnaður með lögum nr. 86/1938. Frumvarp um stofnun sjóðsins kom fyrst fram á Alþingi á árinu 1933, flutt af Vilmundi Jónssyni landlækni eftir beiðni Ljósmæðrafélags íslands. Ekki náði það fram að ganga þá en var end- urflutt á þingi árið 1938 af fyrrnefndum Vilmundi og Helga Jónassyni héraðs- laekni og þá lögfest. A þeim tíma var lítið um lífeyrissjóði. Þó var til Lifeyrissjóður embættismanna °9 ekkna þeirra sem stofnaður var 1921 °S nefndist síðar Lífeyrissjóður starfs- rnanna rikisins. Einnig var til Lífeyrissjóð- ur barnakennara og ekkna þeirra, stofn- aður 1921, sem sameinaður var Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins 1980. Fátt var um aðra lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður bjúkrunarkvenna var til dæmis ekki stofn- aður fyrr en árið 1943. Lögunum um Lífeyrissjóð ljósmæðra befur ekki verið breytt frá setningu þeirra 1038 nema að smávægilegar breytingar voru gerðar með lögum nr. 114/1940. Lífeyrissjóður ljósmæðra tók til allra logskipaðra ljósmæðra nema þeirra sem störfuðu í bæjum og voru tryggð þar sömu eftirlaun og öðrum föstum starfs- mönnum bæjanna. Þá tók sjóðurinn heldur ekki til þeirra ljósmæðra sem störfuðu við fæðingardeild Landspítal- ans. Með lögskipuðum ljósmæðrum var átt við þær ljósmæður, sem skipaðar voru til að gegna ljósmóðurumdæmum samkvæmt ljósmæðralögum nr. 17/ 1933. I öllum meginatriðum fylgdi skipt- ing landsins í ljósmóðurumdæmi hreppa- og kaupstaðamörkum svo að segja má að ljósmóðir hafi verið í hverjum hreppi. Til þessara ljósmæðra var Lífeyrissjóðnum ætlað að taka. í greinargerð með lífeyr- issjóðsfrumvarpinu 1933 er talið að þær séu 198 talsins þá. Þetta ljósmóðurumdæmakerfi var lagt endanlega niður í árslok 1984 með lög- um um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983. Þessi starfsstétt, umdæmisljósmæður, sem ein skyldi eiga aðild að Lífeyrissjóði ljósmæðra, er ekki lengur til. Því er ekki lengur um það að ræða að iðgjöld séu greidd til sjóðsins eða að neinn sjóðsfé- lagi ávinni sér þar frekari rétt en orðið er. Réttindaákvæði laganna, óbreytt í meir en hálfa öld, eru með nokkru öðru sniði en nú tíðkast. Fyrir það fyrsta á- vannst ekki neinn réttur til lífeyris fyrr en eftir 15 ára starf sem umdæmisljósmóðir. _________________________________ 49 LIÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.