Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 26
atriði án tafar, til hagsbóta fyrir konurnar. Sykurþolspróf er ekki hægt að gera með þeim mælum sem notaðir eru til að fylgj- ast með daglegum blóðsykurgildum, af því að þeir mælar eru ekki nægilega ná- kvæmir þegar um er að ræða greiningu sjúkdómsins. Yfirlit um sykursýki í méb- göngu 1981-1990. Efniviður og aðferðir Farið var yfir sjúkraskrárgreiningar í tölvuskráningu Landspítalans fyrir árin 1981-1990 og allar konur með greining- una sykursýki (ICD 648.0) fundnar. Síð- an var farið yfir sjúkraskrár sérhverrar konu, athugað hvort um raunverulega sykursýki eða skert sykurþol var að ræða og skráð atriði um aldur, barneignir, flokkun sykursýkinnar samkvæmt flokk- un White (2), feril meðgöngu, legutíma á spítala, fæðingarþyngd og lengd barns- ins, meðgöngulengd og dvöl barnsins á Vökudeild. Meðgöngulengd var reiknuð út frá ómskoðunarmeðaltali. Konur með skert sykurþol (impaired glucose toler- ance, IDF skilgreining) voru taldar með White flokki A (meðgöngusykursýki), ef þær voru meðhöndlaðar með insúlíni. Frá fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri voru fengnar upplýsingar um konur sem fæddu þar. Þessar upplýsing- ar voru bornar saman við samsvarandi upplýsingar úr fæðingaskránni fyrir allt landið og við skrá Göngudeildar sykur- sjúkra. Meðaltöl og frávik voru reiknuð þar sem við átti og óparað t-próf notað til að bera saman tvö fimm ára tímabil: 1981- 85 og 1986-90. 24 _________________________________ Niðurstöður Alls fæddu 68 konur með sykursýki eða skert sykurþol 87 börn í 86 fæðing- um á tímabilinu (ein tvíburafæðing hjá konu með meðgöngusykursýki). Ein kona með alvarlega fylgikvilla sykursýki (F) fæddi 4 börn. Eitt þeirra fæddist fyrir rannsóknartímabilið og annað erlendis, en tvö fædd hér á landi á rannsóknartím- anum eru í þessu úrtaki. Ein kona með insúlínháða sykursýki af flokki C og önn- ur af flokki D fæddu 4 börn hvor (hjá þeirri í flokki D fæddist eitt andvana) og tvær í White flokki B fæddu þrjú börn hvor. I einu tilviki fannst meðgöngusyk- ursýki í 8. meðgöngu og í öðru í 7. með- göngu. Fimm konur fæddu jafnmörg börn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Eitt barn fæddist andvana árið 1981 og annað 1983. Það fyrra vó 1200 g og dó intrauterin köfnunardauða samfara mikilli vaxtarseinkun við tæplega 37 vikna meðgöngulengd. Hitt vó 2588 g og um var að ræða intrauterin dauða vegna fóstur-fylgjuþurrðar með köfnun (asphyxia intrauterina) við 34 vikna með- göngulengd. Burðarmálsdauði var því 2 af 85 (24/1000) fyrir allt tímabilið 1981- 1990. Að auki dó eitt barn úr alvarlegum hjartasjúkdómi (hypoplasia á vinstri slegli) 9 daga gamalt árið 1981. Sé það talið með varð burðarmálsdauðinn 35/1000 árin 1981-90. Enginn burðarmálsdauði varð eftir 1983, en eitt barn dó vöggudauða sjö vikna gamalt 1985. Ein kona lést í með- göngu af völdum sykursýkinnar árið 1987. Hún var með alvarlega fylgikvilla sykursýki, nýrna-, æða- og augnsjúkdóm (White flokkur R). Við 19 vikna með- göngulengd varð konan fyrir slæmu syk- urfalli heima við og kom inn á spítalann i dái. Hún var lífguð en reyndist hafa orð- UÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.