Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Side 26

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Side 26
atriði án tafar, til hagsbóta fyrir konurnar. Sykurþolspróf er ekki hægt að gera með þeim mælum sem notaðir eru til að fylgj- ast með daglegum blóðsykurgildum, af því að þeir mælar eru ekki nægilega ná- kvæmir þegar um er að ræða greiningu sjúkdómsins. Yfirlit um sykursýki í méb- göngu 1981-1990. Efniviður og aðferðir Farið var yfir sjúkraskrárgreiningar í tölvuskráningu Landspítalans fyrir árin 1981-1990 og allar konur með greining- una sykursýki (ICD 648.0) fundnar. Síð- an var farið yfir sjúkraskrár sérhverrar konu, athugað hvort um raunverulega sykursýki eða skert sykurþol var að ræða og skráð atriði um aldur, barneignir, flokkun sykursýkinnar samkvæmt flokk- un White (2), feril meðgöngu, legutíma á spítala, fæðingarþyngd og lengd barns- ins, meðgöngulengd og dvöl barnsins á Vökudeild. Meðgöngulengd var reiknuð út frá ómskoðunarmeðaltali. Konur með skert sykurþol (impaired glucose toler- ance, IDF skilgreining) voru taldar með White flokki A (meðgöngusykursýki), ef þær voru meðhöndlaðar með insúlíni. Frá fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri voru fengnar upplýsingar um konur sem fæddu þar. Þessar upplýsing- ar voru bornar saman við samsvarandi upplýsingar úr fæðingaskránni fyrir allt landið og við skrá Göngudeildar sykur- sjúkra. Meðaltöl og frávik voru reiknuð þar sem við átti og óparað t-próf notað til að bera saman tvö fimm ára tímabil: 1981- 85 og 1986-90. 24 _________________________________ Niðurstöður Alls fæddu 68 konur með sykursýki eða skert sykurþol 87 börn í 86 fæðing- um á tímabilinu (ein tvíburafæðing hjá konu með meðgöngusykursýki). Ein kona með alvarlega fylgikvilla sykursýki (F) fæddi 4 börn. Eitt þeirra fæddist fyrir rannsóknartímabilið og annað erlendis, en tvö fædd hér á landi á rannsóknartím- anum eru í þessu úrtaki. Ein kona með insúlínháða sykursýki af flokki C og önn- ur af flokki D fæddu 4 börn hvor (hjá þeirri í flokki D fæddist eitt andvana) og tvær í White flokki B fæddu þrjú börn hvor. I einu tilviki fannst meðgöngusyk- ursýki í 8. meðgöngu og í öðru í 7. með- göngu. Fimm konur fæddu jafnmörg börn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Eitt barn fæddist andvana árið 1981 og annað 1983. Það fyrra vó 1200 g og dó intrauterin köfnunardauða samfara mikilli vaxtarseinkun við tæplega 37 vikna meðgöngulengd. Hitt vó 2588 g og um var að ræða intrauterin dauða vegna fóstur-fylgjuþurrðar með köfnun (asphyxia intrauterina) við 34 vikna með- göngulengd. Burðarmálsdauði var því 2 af 85 (24/1000) fyrir allt tímabilið 1981- 1990. Að auki dó eitt barn úr alvarlegum hjartasjúkdómi (hypoplasia á vinstri slegli) 9 daga gamalt árið 1981. Sé það talið með varð burðarmálsdauðinn 35/1000 árin 1981-90. Enginn burðarmálsdauði varð eftir 1983, en eitt barn dó vöggudauða sjö vikna gamalt 1985. Ein kona lést í með- göngu af völdum sykursýkinnar árið 1987. Hún var með alvarlega fylgikvilla sykursýki, nýrna-, æða- og augnsjúkdóm (White flokkur R). Við 19 vikna með- göngulengd varð konan fyrir slæmu syk- urfalli heima við og kom inn á spítalann i dái. Hún var lífguð en reyndist hafa orð- UÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.