Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 7
— Handritin skulu vélrituð og hafa góða spássíu.
— A fyrstu síðu handrits skal koma fram titill, stuttur, gagnorður en þó lýs-
andi fyrir innihald greinarinnar.
— Nafn höfundar skal fylgja, starfsheiti, og upplýsingar sem segja frá náms-
og starfsferli.
— Greinar skulu ekki vera lengri en 14 vélritaðar síður og heimildalisti ætti að
vera sem stystur (3-20 heimilidir), þó áskilur nefndin sér réttindi til að
birta sérstök verkefni í heild sinni eftir mati hverju sinni.
— Myndir og teikningar skulu vera það skýrar að það sé hægt að prenta beint
eftir þeim. Töflur þurfa að vera skýrt uppsettar og þarf að koma fram í
texta hvar höfundur ætlar töflum og myndum pláss. Sé myndefni ekki verk
eða eign greinahöfundar sjálfs skal geta uppruna þessa efnis, með til-
hlýðanlegum tilvísunum til höfundar þess.
— Við ritun greinar og tilvitnana í heimildir skulu staðlar APA hafðar til hlið-
sjónar, en nánari upplýsingar um þá er að finna í bókinni American
Psychological Association Publication Manual, auk leiðbeininga um
uppsetningu. (Einnig kann Gagnfræðakver handa háskólanemum (önnur
útgáfa), eftir þá Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson að vera til
gagns við uppsetningu (með tilvísun til APA-kerfisins)):
— I byrjun greinarinnar skal vera úrdráttur þar sem efni greinarinnar kemur
fram í stuttu máli. Skammstafanir skulu skýrðar í fyrsta skipti sem þær
koma fyrir.
— Höfundar eru ábyrgir fyrir að rétt sé vitnað í heimildir í greinum þeirra.
Einnig eru þeir ábyrgir fyrir þeim skoðunum og upplýsingum sem þar
koma fram.
~ Ritnefnd Ljósmæðrablaðsins áskilur sér rétt til að setja upp og aðlaga
greinar að formi blaðsins.
Annaá efni:
~ Oðru efni skal skila vel frágengnu og auðlæsilegu, helst ritunnu og upp-
settu eða með leiðbeiningum um uppsetningu. Efnið má vera hand-
skrifað en verður þá að vera skýrt, og hlýða sömu reglum og annað efni sem
skilað er til birtingar.
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
5