Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 23
ust þeir sjá gjörla, að hér væri komið enn eitt lymskubragð þessarar sérlega fjárfreku stofnunar til þess að bæta við sig „hálaunuðum dósent eða prófessor““. (Helga Þórarinsdóttir, 1984, bls.38) Endalok málsins urðu þau eins og áður segir að tillögur landlæknis náðu fram að ganga og stofnaður var Yfirsetukvennaskóli í Reykjavík. Fróðlegt er hins vegar að velta fyrir sér hver þróun ljósmæðramenntunar hefði orðið ef ljósmóðurnám hefði strax 1912 tengst læknadeild en ekki eins og raunin varð nú á árinu 1995. Næst urðu breytingar á námi ljós- mæðra árið 1924 en námið var þá iengt úr sex mánuðum í níu mánuði. Starfsheitið ljósmóðir kemur þá fyrst fyrir og var það að ósk Ljósmæðra- félagins. Þegar Landspítalinn tók til starfa eftir árið 1930 urðu breytingar á Ljós- mæðraskóla Islands. Þá var settur á stofn hjúkrunarkvennaskóli en lög hans voru felld saman við ný lög um Ljósmæðraskólann árið 1932. Þessi nýi skóli hét þá Ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli íslands. Fyrir þessari tvíþættu menntastofnun voru •veir skólastjórar, karlmaður sem veitti ljósmæðrakennslunni forstöðu en kona hjúkrunarkennslunni. Ljós- mæðrafélagið lýsti óánægju sinni nieð að skólarnir væru undir einu nafni. Með reglugerð var síðan ákveðið að deildirnar nefndust hvor um sig Ljósmæðraskóli íslands og Hjúkrunarkvennaskóli Islands. Voru skólarnir báðir til húsa í þröngu hús- næði á þriðju hæð Landspítalans við hlið Fæðingardeildarinnar. Það má því segja, að í dag sé þessi þróun ljós- mæðramenntunar á íslandi afturhvarf til fyrri tíma hvað varðar staðsetningu á námi þessara tveggja heilbrigðis- stétta ljósmæðra og hjúkrunarfræð- inga. Aðdragandi að flutningi náms í LJÓSMÓÐURFRÆÐI í HÁSKÓLA ÍSLANDS Nú verður hlaupið yfir nokkra áratugi í sögu ljósmæðramenntunar á íslandi og staldrað við á árinu 1982 en síðan þá hafa eingöngu hjúkrunarfræðingar verið teknir inn í Ljósmæðraskóla Islands. Sú breyting gerð með samþykki heilbrigðisráðherra án þess að til kæmi lagabreyting. Lengd ljós- móðurnámsins var á þeim tíma tvö ár og hafði verið svo frá árinu 1964. Síðustu áratugi hafa mörg nefndarálit um ljósmóðurnám verið unnin (þau hafa hins vegar verið sett til hliðar hvert af öðru þar til nú ). Um leið má segja að í gegnum þessa nefndarvinnu hafi stefna í menntunarmálum ljós- mæðra, hvað varðar inntökuskilyrði, lengd námsins og staðsetningu verið mótuð. Stefna íslenskra ljósmæðra í LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.