Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 25
Megintillögur nefndar um tilhögun náms í Ijósmóðurfrœði við námsbraut í hjúkrunarf&ði voru: - „Að menntun ljósmæðra fari fram innan vébanda námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, - Að a.m.k. fyrst um sinn verði inntökuskilyrði próf í hjúkrunar- fræði eins og verið hefur í Ljósmæðraskólann frá 1982, - Að bóklegt nám verði 6 mánuðir á vegum HÍ, - Að klínísk starfsþjálfun verði 12 mánuðir og fari fram á Land- spítalanum, - Að ljósmæður útskrifist frá H.í. að loknu bóklegu námi og klínískri þjálfun, - Að Háskóla íslands verði tryggt fé til Ijósmæðrakennslu samsvarandi því er runnið hefur til rekstrar Ljósmæðraskólans. - Að menntun ljósmæðra verði áfram til húsa í gamla Ljósmæðra- skólanum. - Að samið verði sérstaklega um notkun húsnæðis og fyrirkomulag klínískrar þjálfunar. - Að kennsla ljósmæðra samkvæmt nýju fyrirkomulagi hefjist haustið 1995. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - Að á vegum HÍ.og heilbrigðisyfir- valda verði kannað hvort til greina komi síðar að ljósmæðranám verði fjögurra ára nám til BS gráðu í samþættingu við hjúkrunarfræði". (Menntmálaráðuneytið, 1994, bls. 2.) NÁM f LJÓSMÓÐURFRÆÐI - Undirbúningur Undirbúningur á námi í ljós- móðurfræði hófst þegar fjárveiting á fjárlögum fyrir árið 1995 lá fyrir. Fjárveiting til að hefja nám í ljós- móðurfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands var samþykkt á háskólaráðsfundi 2. febrúar 1995. Skipuð var nefnd til að ganga frá flutningi Ijósmæðranáms frá heil- brigðisráðuneyti til menntamála- ráðuneytis. I henni voru Reynir Tómas Geirsson, prófessor, Sóley Bender, formaður stjórnar náms- brautar í hjúkrunarfræði sem voru fulltrúar Háskóla íslands, Ragnheiður Haraldsdóttir, deildarstjóri heil- brigðisráðuneytinu og fulltrúi menntamálaráðuneytis var Stefán Stefánsson deildarstjóri. í mars 1995 var sú sem þetta skrifar, Ólöf Ásta Ólafsdóttir ráðin að náms- braut í hjúkrunarfræði, fyrst í hluta- starf og síðan í fullt starf frá septem- ber 1995, til að hafa umsjón með og vinna að undirbúningi náms í ljós- móðurfræði. ----------------------------- 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.