Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Page 28

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Page 28
lögum hefur verið nánast óbreytt frá upphafi og að hún hefur staðist tímans tönn. Þar segir að skólanum s4 ætlað að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun er veiti nemendum sínum menntun til að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum embættum og störf- um í þjóðfélaginu. Nám í ljósmóðurfræði mun því bygg- ja á fræðilegum grunni, klínískum námskeiðum og starfsþjálfun þar sem vísindaleg vinnubrögð liggja til grundvallar. Nemendur læra að beita fræðilegri þekkingu í ljós- móðurstarfinu. I því felst að nota rannsóknarniðurstöður til að bæta umönnun mæðra og barna þeirra. Þeim er ætlað stunda faglega gagnrýni og starfa sjálfstætt. Við þróun námsskrár og kennslu í ljósmóðurfræði er byggt á hugmynda- fræði fullorðinsfræðslu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi þróað með sér hæfni til sjálfsnáms og að þeir séu sjálfir virkir og ábyrgir gagnvart eigin námi og þekkingarleit í ljós- móðurfræði. Fræðileg þekking og klínísk reynsla nemenda í ijós- móðurstarfinu mun hafa áhrif á það hvernig hugmyndafræði námsins þróast á næstu árum. Námsskráin mun verða í sífelldri endurskoðun og ætlast er til virkrar þátttöku bæði nemenda og kennara í þeirri þróunar- vinnu. Starfsþjálfunin miðar að því að verðandi ljósmæður öðlist fullnægjan- di klíníska reynslu og færni í ljós- móðurstarfinu, í samræmi við mark- mið námsins og tilskipanir Evrópu- sambandsins um ljósmóðurnám. Til þess eru náin tengsl fræðilega og klínís- ka hlutans nauðsynleg og verða nemendur að starfa á viðurkennndum heilbrigðisstofnunum eða í heima- húsum undir handleiðslu fagfólks sem er menntað í ljósmóður- og fæðin- gafræðum. Tilgreindar ljósmæður verða valdar til að vera tengiliðir milli viðkomandi heilbrigðisstofnunar og Ijósmóðurnámsins. Náin samvinna mun verða við lektora í ljós- móðurfræði og námskeið verða haldin til að undirbúa starfandi ljósmæður til að verða klínískir kennarar. Leitast verður við að skapa möguleika til þessað verðandi ljósmæður geti annast konu og fjölskyldu hennar samfellt allt barneignarferlið. Einnig að þær fái tíma til að segja frá reynslu sinni í umræðutímum þar sem notaðar verða raunverulegar dæmi- sögur til að læra af. Þar með gefst þeim tækifæri til að staldra við, endurmeta, íhuga aðgerðir og gagn- rýna klíníska ákvarðanatöku. Slíkir klínískir umræðufundir munu einnig verða á heilbrigðisstofnunum með ldínískum ljósmæðrakennurum sem veita stuðning, eru leiðbeinendur og fyrirmyndir í starfi. 26 LJ ÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.