Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 33
En það kann að vefjast fyrir þér hvernig þú átt að bera þig að. I fyrsta lagi, þá er góð hugmynd að halda skrá yfir allar þær konur sem þú hefur að- stoðað í fæðingu. Til eru sérstakar ljósmæðraskrár til þess arna, en góð stílabók með harðri kápu gerir sama gagn. Þá er það þess virði að senda „börn- unum þínum“ afmæliskort, eða að skrifa mæðrum þeirra, spyrja hvernig barninu vegnar og hversu gaman það væri að sjá þau öll aftur einhvern- tíman. Það væri t.d. hægt að inna móðurina eftir fæðingarreynslunni og hvað henni fyndist hefði mátt fara betur hjá þér í þjónustunni við hana. Með því að gera þetta verður þér ljóst hve mikilvæg þú ert/varst fjölskyld- unni. Það mun einnig koma í ljós hversu mikilvægt allt sem þú gerðir og sagðir er þeim á þessum viðkvæma tímabili sem barneignarárið er. Þú munt einnig komast að raun um hversu djúpstæðar tilfinningar þau bera til þín, og hversu gagnkvæm sú tilfinning er. Þið eigið sameiginlega teynslu sem hefur breytt lífi þeirra. Hún hefur einnig breytt þínu lífi, þó þú hafir ekki tekið eftir því nákvæm- lega þá. Búðu þér til hóp kvenna sem þú gætir hugsanlega skroppið í kaffi til, þegar þú er ekki að vinna, þú gætir jafnvel litið til með börnunum öðru hvoru eða orðið þeim innanhandar á ein- hvern annan veg. Það er mikilvægt ljósmæðrablaðið __________________ fyrir þig að vera í nánu sambandi við ungar fjölskyldur sem láta sér annt um þig. Það er einnig mikilvægt fyrir þig að hafa einhvern til að tala við um vinnuna þína og það sem er um að vera í kringum þig. Þú þarfnast trú- naðarmanns sem hlustar á þig með umhyggju, og það þarf að vera ein- hver sem er jafn áhugasamur, um fæðingar, ljósmóðurstörf og allt sem því fylgir, og þú ert. Eðlilega, ætti sá stuðningur og umhyggja sem við þörfnumst til að inna störf okkar vel af hendi að koma frá okkar eigin stétt - kollegum okkar. En á þessari stundu, því miður, verðum við oft að leita annarra en fagfélaganna til að finna fólk sem er jafn áhugasamt um fæðingar og reynslu kvenna og við sjálfar. Eru ljósmæður ef til vill tregar til að tala um starfið í frítímanum sínum? Að mínu áliti er ástæðan fyrir því að við þurfum oft að leita utan stéttarinnar eftir andlegum styrk sú að ljós- mæðrastéttin sé, á þessum síðustu og verstu tímum, hálf vannærð til- finningalega. (þýð. I. G.) 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.