Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 6
Ritstjóraspjall
Stórt skref hefur verið stigið í þróun
ljósmæðramenntunar á Islandi.
Stærsti þorri þess efnis sem birtist í
blaðinu, í þetta sinn, er einmitt grein
Ólafar Ástu Ólafsdóttur um nýja
tilhögun ljósmæðramenntunar, frá og
með næstu áramótum.
Enn leggja ljósmæður land undir fót,
í þetta sinn til Bretlands. Margrét
Bjarnadóttir og Hildur Sigurðardóttir
segja frá spennandi og fræðandi
ráðstefnu um fæðingar í vatni.
Þá ber að nefna efni frá fræðslunefnd
LMFÍ um fyrirlesara á ljósmæðra-
þinginu í maí s.l
Eins og áður eru tillögur og ábend-
ingar lesenda velkomnar, sem og eigið
framlag til birtingar. Einnig væri
gaman að fá línu frá ykkur lesendur
góðir, lesendabréf, þar sem fram
kemur viðhorf ykkar og skoðanir á
efni sem birtst hefur í blaðinu:
spurningar, ábendingar, gagnrýni eða
hrós.
Óska ykkur öllum Gleðilegra Jóla og
farsældar á komandi ári!
Ritstjóri
Upplýsingfar til köfunda fræáigreina
— Höfundar greina skulu skila handritum til ritnefndar Ljósmæðrablaðsins,
Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, og áskilur nefndin sér rétt til að taka grein
til birtingar eða hafna henni.
— Þegar grein hefur verið samþykkt til birtingar skal greinarhöfundur skila
efni hennar á tölvudisklingi, sem er merktur með nafni hans og titli
greinarinnar. Öllum merktum disklingum verður skilað til eigenda sinna
að notkun lokinni, sé þess óskað.
— Ljósmæðrablaðið birtir greinar sem fjalla um ljósmóðurfræði eða greinar
sem eiga erindi til ljósmæðra á einn eða annan hátt. Þ.e.: rannsóknir,
endurskoðun og upprifjun fræðiefnis, og hugmyndafræðilega umfjöllun
og hugleiðingar tengdar eða um ljósmóðurfræði.
4
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ