Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 30
tryggja starfsgrundvöll. Ljósmæður hafa ekki farið varhluta af því frekar en flestar aðrar heilbrigðisstéttir að gæta síns starfsvettvangs fyrir öðrum í heilbrigðisgeiranum. Hefðir í samfélaginu og samskipti milli heilbrigðisstétta, áhrif þeirra og völd hafa einnig áhrif. Það er hægt að velta fyrir sér á hvaða grunni samstarf lækna og ljósmæðra er byggt. Hvað segir sagan okkur ? Eins og áður hefur komið fram liðu tvær aldir áður en ljósmæður tóku að sér að sjá um eigið nám. Akvarðanir og aðgerðir faglegra stjórnenda svo og embættismanna í heilbrigðiskerfmu hafa að sjálfsögðu áhrif á þjónustu skjólstæðinga, aðstöðu og störf heilbrigðisstétta. I barneignar- þjónustunni eru póli- tískar ákvarðanir teknar, t.d. um fjárveitingar, sem hafa áhrif á um- önnun kvenna og fjölskyldna þeirra. Dæmi um þetta er saga Fæðingar- heimilis Reykjavíkur sem flestum er kunn og ekki þarf að hafa mörg orð um hér, enda efni í aðra grein. Síðast en ekki síst hlýtur menntun ljósmæðra og það hvernig þær halda sér við í starfi að hafa áhrif á hvernig hlutverk ljósmæðra þróast í samfélag- inu. Á sparnaðar og niðurskurðar- tímum í heilbrigðisþjónustunni má einnig spyrja hvernig nýtingin sé á menntun og störfum sérhæfðs fagfólks, eins og t.d. ljósmæðra ? Það má velta því fyrir sér hvort stundum sé verið að veita of mikla og of dýra heilbrigðisþjónustu í kringum barn- eignir. Óþarfa inngrip í eðlilegt barneignarferli getur verið dýrt fyrir konuna og fjölskylduna hennar og einnig samfélagið í heild. Þessum spurningum verður hér svarað með orðum Þuríðar Bárðardóttur fyrsta formanns Ljósmæðrafélags Islands. Hún skrif- aði grein í Ljósmæðrablaðið árið 1932 sem nefndist: Ljósmæðraþankar. Það sem hún sagði þá, fyrir rúmlega 60 árum, gildir líklega enn. „Mikil hjálp er oft hættuleg, en læknum hættir meira til en ljós- mæðrum, að hefjast handa, í stað þess að láta tímann og náttúruna ráða. Meðfram er sökin hjá mæðrunum og þeirra nánustu. Læknirinn er eggj- aður til framgöngu og í allra þágu er að flýta úrslitum og mikil laun í boði“ (bls. 4). „Það hefir mjög færst í móð hér á landi, einkum í Reykjavík, að hafa læknir við allar fæðingar, þótt ekkert sé að, og ljósmóðir sé við, með mestu mentun sem völ hefur verið á. - Að voru áliti er þetta óþarfi og ósiður. Fólkið hugsar ekkert út í, að það er ein af höfuðskyldum ljósmæðranna, að sækja alltaf lækni, sé þess nokkur kostur, þegar eitthvað ber út af, enda 28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.