Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 12
Fra [rœðslunefndi mm Eins og fram hefur komið var haldið þing á vegum fræðslunefndar ljós- mæðrafélagsins dagana 5.og 6. maí sem var mjög fróðlegt og gagnlegt okkur ljósmæðrum. Þingið var ágætlega sótt enda margir og góðir fyrirlesarar. Á laugardeginum 6. maí flutti dr. Ulla Waldenström fyrirlestur um nýjustu niðurstöður rannsókna sinna. Það má teljast mikil heppni að hafa fengið Ullu hingað því að hún hefur að mestu synjað öllum beiðnum um fyrirlestrahald vegna anna. Ullu fannst hins vegar ísland svo „ exo- tiskt“ að hún gat engan veginn neitað okkur íslensku ljósmæðrunum um að halda fyrirlestur. Ulla sem er sænsk ljósmóðir lauk doktorsprófi 1986-87 og fjallaði doktorsritgerð hennar um heima- þjónustu ljósmæðra. Árið 1990, eftir mikla undirbúnings- og samstarfs- vinnu, við stjórnmálamenn og yfir- menn stærstu spítala Stockhólms, stofnaði hún ABC-einingu á Suður Sjúkrahúsinu á Stockhólmi. Abc- einingin var 5 ára rannsóknarverkefni þar sem henni var gefin laus taumur hvað varðar starfsemi og þá þætti er henni fannst mikilvægt að rannsaka. Gerði hún ýmsar samanburðar- rannsóknir við hefðbundið þjónustu- form. Má þá helst nefna upplifun foreldra af, annars vegar hefðbundnu þjónustuformi og hins vegar af ABC þjónustuformi, þar sem margir ólíkir þættir voru bornir saman. Hún gerði ýmsar aðrar rannsóknir og væri í raun allt of langt mál að rekja þær allar. I fyrirlestri sínum kynnti hún okkur fyrir helstu niðurstöðum sínum. Þar mátti m.a. annars heyra að ABC- einingar (mfs) er góður og traustur valkostur fyrir heilbrigðar konur sem ekki eru í svokölluðum áhættuhópi. Ulla hefur að mestu lokið allri rann- sóknarvinnu varðandi þessa ABC- einingu og ber því að vísa í allar þær niðurstöður sem fyrir liggja, fyrir þá sem hafa áhuga. Ulla sem hefur verið aðal skipulegg- jandi ljósmæðranáms í Gautaborg, auk þess að vera að vinna að rannsóknum, er nú í þriggja ára leyfi frá Gautaborg og vinnur nú sem Prófessor í ljósmóðurfræðum við háskólann í Melbourne í Ástralíu. Það verður að teljast mikill akkur fyrir okkur íslenskar ljósmæður að hafa kynnst Ullu og hennar rannsóknum og munum við fylgjast grannt með henni í framtíðinni. 10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.