Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 26
Formlegt bréf kom frá mennta-
málaráðherra þann 26. júní 1995 þar
sem þess var farið á leit við rektor
Háskóla íslands að á vegum náms-
brautar í hjúkrunarfræði verði
menntun ljósmæðra undirbúin með
það fyrir augum að kennsla geti hafist
í janúar 1996.
Ein lektorsstaða og ein 37% staða í
ljósmóðurfræði voru auglýstar í
Morgunblaðinu. Umsóknarfrestur
rann út 28. september. Umsóknir
urðu tvær, ein um hvora stöðu.
Skipaðar hafa verið dómnefndir til að
taka afstöðu til hæfni umsækjenda.
Nám í ljósmóðurfræði var auglýst í
byrjun október 1995. Tekin voru
viðtöl við alla 12 umsækjendur.
Vegna takmarkaðrar aðstöðu til
klínísks náms og starfsþjálfunar voru
einungis 8 nemendur teknir í námið.
Síðan 1982 þegar inntökuskilyrði í
Ljósmæðraskóla íslands varð
hjúkrunarpróf hafa að meðaltali 8
ljósmæður útskrifast ár hvert og
virðist sá fjöldi fullnægja eftirspurn
eftir ljósmæðrum í landinu. Val á
nemendum lá fyrir 1. nóvember en
sérstök inntökunefnd var skipuð til
að taka endanlega ákvörðun um
væntanlega nemendur. Hún vann
samkvæmt leiðbeiningum sem sam-
þykktar voru af námsbrautarstjórn og
háskólaráði.
Unnið hefur verið að þróun námskrár
24
í ljósmóðurfræði og liggja nú fyrir
drög til samþykktar á fundi stjórnar
námsbrautar í hjúkrunarfræði í
desember 1995.
Nám í ljósmóðurfræði - Skipulag
Eins og fram hefur komið hefst nám í
ljósmóðurfræði um næstu áramót.
Það mun taka 18 mánuði og skiptist
í tvo hluta. Annars vegar 24 eininga
fræðilegt og klínískt nám, samtals 6
mánuðir og hins vegar 12 mánaða
starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum.
Áætlað er að hefja kennslu 15. janúar
1996. Kenndar verða 16 einingar á
vormisseri og 8 einingar á haust-
misseri 1996, með sumarleyfi á milli.
Ráðgert er að starfsþjálfun hefjist í
nóvember 1996 á heilbrigðisstof-
nunum, að stærstum hluta á kvenna-
deild Landspítalans en einnig á
heilsugæslustofnunum og minni
fæðingardeildum út um land. I lok
starfsþjálfunartímans verða haldin
skrifleg og munnleg lokapróf í ljós-
móðurfræði.
Frœðilegt og klínískt nám í Ijós-
móðurfróiði skiptist í:
1. FYRRI HLUTA
Vormisseri 1996 Vægi/ tími.
Inngangur að
ljósmóðurfræði 3 einingar.
_______________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ