Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Side 2

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Side 2
Frá ntstjóra: Kæru ljósmæður. Hér lítur dagsins ljós fyrsta tölublað Ljósmæðrablaðsins með nýjum ritstjóra og jafnframt hið fyrsta á árinu. Beðist er velvirðingar á því hversu seint hefur gengið að koma því út og standa vonir til að blöð framtíðarinnar verði stundvísari, þrisvar á ári. Sem nýr ritstjóri, og nýút- skrifuð ljósmóðir verð ég að segja að það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að vinna fyrir ykkur. Þetta blað hefur ekkert sérstakt „þema“ en í framtíðinni er stefnan að hafa a.m.k. stöku sinnum þemablöð. í næsta blaði reikna ég með að fjallað verði um nýliðna ráðstefnu og mega fyrirlesarar eiga von á að ég hafi samband við þá vegna birtingar fyrirlestra. Eins þætti mér fengur í að fá sendar skemmtilegar myndir frá ráðstefnunni, ferðinni eða bara einhverju sem gaman væri að birta í blaðinu. Ljósmæðrablaðið er vett- vangur fræðslu og skoðanaskipta meðal ljósmæðra. Því þurfa ljósmæð- ur að vera duglegar að skrifa í blaðið og tjá sig um efni þess og einnig eru tillögur að efni alltaf vel þegnar. Kveðja, Frá ritnefncl: Þau leiðu mistök urðu við gerð síðasta tölublaðs Ljósmæðrablaðsins (2. tbl. '97) að það fór til prentunar og dreyfingar, án þess að einhver úr ritnefndinni læsi það yfir fyrir prentun. Þessu má um kenna misskilningi milli þáverandi ritstjóra og ritnefndar. Okkur í ritnefnd þykir afskaplega leitt, hvernig til tókst með þessa annars góðu hugmynd að breyttu og betra blaði. Vonandi höfum við lært af reynslunni og framundan er betra blað og blóm í haga. Kveðja, Ritnefnd Efnis^prlit Frá ritstjóra.........................2 Frá ritnefnd..........................2 Fréttir LMFÍ..........................3 Nýr ritstjóri.........................5 Upplýsingar til greinahöfunda. . .5 Viðbótar- og endurmenntun ljósmæðra.....................6 Frá alþjóðasamtökum Ijósmæðra................'.7 Bók fyrir verðandi foreldra v . . . .8 Stjórnarfundur NJF 1997 ... .10 Að læra af reynslunni........14 Dæmisaga ljósmóðurnema ... .15 Nudd í fæðingu..........:... 18 Danskur ljósmóðurnemi á íslandi ...................20 Minningarorð.................23 Frá Akureyri ................23 Nútíma sængurlega............25 Heimaþjónusta - tryggingar . . .27 Ljósmæðrum bætist liðsauki . . .29 Lausar stöður ...............30 Fundir og ráðstefnur.........31 Lj ósmceðrablaðið 76. árgangur 1. tölublað 1998 Útgefandi: Ritnefnd: Upplag: 500 eintök sem dreift Ljósmæðrafélag Islands Anna Eðvaldsdóttir er til allra ljósmæðra og á Grettisgötu 89 Sími: 565 2252 heilbrigðisstofnanir. 105 Reykjavík Katrín E. Magnúsdóttir Verð í Iausasölu: 500 kr. Sími: 561 7399 Sími: 561 1636 Uppsetning og prentun: Ritstjóri: Sigríður Pálsdóttir Hagprent - Ingólfsprent ehf. Dagný Zoega Sími: 482 2556 Grensásvegi 8 Melgerði 3 Unnur Egilsdóttir 108 Reykjavík 108 Reykjavík Sími: 568 0718 Sími: 552 8576 Sími: 588 1650 2 LJÓSMÆPKABLA9IÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.