Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Síða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Síða 17
beðið var í 48 klst og sýndi þá að hætta á sýkingum móður jókst. Einnig er vitnað í tvær rannsóknir sem sýndu að það voru ekki kostir við að bíða með inn- grip en kostimir eru ekki útskýrðir frekar. Þetta samræmist áliti læknisins í sögunni. Nýleg rann- sókn Ottervanger, Keirse, Smith, og Holm, (1996) sýndi hins vegar fram á kosti. 123 konur sem voru komnar á 37 -42. viku meðgöngu og belgir höfðu rofnað a.m.k. 8 klst fyrir upphaf hríða tóku þátt í rannsókn þeirra. í henni gekkst 61 kona undir gang- setningu og 62 konur biðu í að minnsta kosti 48 klst þar til hríðaörvandi dreypi var sett upp. Af þessum 62 konum fæddu 55% þeirra innan 24 klst. og 26% á næsta sólarhr. Meðallengd fæðinga virtist svipuð meðal beggja hópanna. Þær sem voru gangsettar eftir 8 klst voru að meðaltali 6 klst í fæðingu og hinar 5,5 klst. Þær sem voru gangsettar notuðu hinsvegar meiri verkjadeyfingu 50,8 % þeirra fengu petidín eða mænurótardeyfingu miðað við hinn hópinn en í honum fengu 24,2% petidín eða mænu- rótardeyfingu. Hærri tíðni keisarafæðinga var í gangsetta hópnum eða 4 konur og 2 í hinum hópn- um, en þær fengu einnig báðar einhverja oxitocin örvun. Tíu konur úr hópnum sem fengu örvun snemma fæddu með aðstoð sogklukku eða tanga en 4 úr hinum hópnum. Niðurstaða þessarar rannsókn- ar er því sú að hefðbundin stefna að gefa hríða- örvandi lyf fljótlega eftir að belgir rofna og bið er eftir hríðum, auki hættu á sogklukku og tangarfæð- ingum auk keisarafæðingum og gefur vísbendingu um að þessi aðferð sé sárari fyrir konuna. Þar sem enn vantar upp á að það sé fullsannað hvort betra muni að gangsetja eða bíða í ákveðinn tíma er ákvörðunin að miklu leiti háð hugmynda- fræði og reynslu umönnunaraðila og hvernig ástandið er kynnt fyrir konunum sjálfum, Einnig hlýtur að spila þarna inn í þolinmæði fagaðila við að horfa á eðlilegt ferli fæðinga. Eftir að hafa kynnt mér fræðilegar heimildir um þetta efni er ég enn ósátt við að fæðingin skuli hafa verið gangsett svo fljótt og eins við að hafa ekki metið sjálf hvort báðir belgimir voru í raun rofnir áður en syntocinon dreypið var sett upp. En það er að sjálfsögðu ómögulegt að segja hvort konunni hefði gengið betur að fæða og hvort hún hefði sloppið við að fara í keisaraskurð, ef beðið hefði verið. Samantekt á námsreýnslu stðasta mánuð Þessi tími sem ég hef verið núna á fæðingagangi hefur verið lærdómsríkur, ég hef verið „fiskin“ á faeðingar. Ég hef fundið sjálfsöryggið við að sitja yfir konum aukast smásaman. Ég hef skynjað hvað umhverfið hefur mikil áhrif á upplifun kvennanna og gang fæðinganna, hvað það er mikilvægt að skapa rólegt og afslappað umhverfi til að stuðla að slökun. Einnig hvað viðvera og yfirseta skiptir miklu við að hjálpa konunum að takast á við hríðar- nar. Eins hverju það breytir hvernig konan er upp- lögð fyrir fæðinguna, ein konan var fárveik af flensu í fæðingunni og önnur var að niðurlotum komin fyrir fæðinguna af svefnleysi og þreytu. Ég hef líka lært að meta mikils samstarf við lækna þegar þess hefur þurft, því í stöku fæðingum hefur þess sannarlega þurft. I tveimur fæðingum var ég ósátt við hve snemma var farið að setja upp syntocinon dreyp eftir að belgir rofnuðu, áður en hríðir hófust. í bæði skiptin hefði mátt sýna meiri þolinmæði. Mér er farið að þykja afar vænt um belgina og hef mikið velt fyrir mér gildi þess að belgir haldist heilir sem lengst í fæðingu. Mér sýn- ist vera ótvíræðir kostir að halda verndandi eigin- leikum vatnsins við að jafna þrýstinginn í leginu og Frh. ábls. 19. Láttu þér líða vel í sængurfatnaði frá FATABÚÐINNI Við leggjum áherslu á gæði og gott verð Skólavörðustíg 21 - Sími 551 4050 UÓSMÆÐRABLAÐIÐ 17

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.